Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 62

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 62
148 HELGAFELL Þetta voru síðustu ár þess tímabils sög- unnar, sem skapað liafði allmerka viðburði, er virtust sanna það að spákenningin um frels- andi köllun öreiganna hlyti að vera sönn. Aðdáunin á þessari spákenningu náði langt út yfir takmörk flokkspólitíkurinnar. Hún varð að hinni mildu og vinsælu stefnu, sem kom í stað hins hnignandi og spillta níhilisma Nietzsches — hið mikla fyrirheit um nýjan heim og nýjan himin. Allt siðferði, listir, heimspeki urðu fyrir beinum áhrifum af henni. Og atburðarás sögunnar virtist benda tii þess að Rósa Luxemburg hefði haft rctt fyrir sér. í þá daga hætti maður ekki á neinar mót- sagnir. Ef því var haldið fram, að hvar sem samtök verkalýðsins væru starfandi, hvaða stjórn sem þau lytu og hvernig sem ástætt var um félagslegt andrúmsloft og aðstæður, þá trúði maður því, að þessi samtök, hversu óþroskuð sem þau voru, myndu þokast „eðli- lega“ áfram í áttina að frelsi og nýsköpun. Meira að segja kom fyrir sá atburður í Moskvu árið 1905, cr lifað hefur sem klass- ískt dæmi í sögu verkalýðshreyfingarinnar og virðist hafa verið skapaður til þess að sanna, jafnvel fyrir vantrúarmönnum, hversu vel kenning Rósu Luxemburgs um hið meðfædda frelsisafl öreiganna væri grundvölluð. Leyni- lögregla keisarastjórnarinnar, Okhrana, ákvað að hvetja lil stofnunar verkalýðsfélaga í þeirri von að forsprakkar leynihreyfingarinnar myndu glepjast á því að taka virkan þátt í starfsemi félagsins og á þann hátt ganga beint í gildru leynilögreglunnar. Þá grunaði hins vegar, hvað hér var á seyði, og komu hvergi nálægt félaginu. Þrátt fyrir þennan uppruna sinn varð þetta verkalýðsfélag brátt af eigin hvöt að byltingarsamtökum, svo lögreglan neyddist til þess að leysa það upp. Síðan, eins og við öll vituin, hefur hin goð- sagnakennda kenning um frelsandi afl öreig- anna orðið að engu, alveg eins og hin kenn- ingin uni óumflýjanleika framfaranna. Dæmi síðari tíma um verkalýðsfélög nazistanna, svo og verkalýðsfélög þeirra Salazars og Perons, og í víðtækari skilningi öll þau verkalýðsfé- lög, sem hafa verið kennd við stjórnarbót og samvinnu, hafa nú loks sannfært flesta eða alla um þetta, og jafnvel þá sem mjög voru tregir til þess að viðurkenna að þetta gæti átt sér stað fyrir úrkynjun kommúnismans eina saman. Nú er hins vegar svo komið, að hnignun þessarar goðsagnakenningar hlýt- ur að vera augljós hverjum þeim, sem lætur svo lítið að kynna sér ríkjandi ástand í heim- inum utan síns eigin túngarðs. Hér er ekki lengur um að ræða fámennan hóp verka- manna, er njóta sérréttinda (hina svokölluðu „aristókrata öreiganna“ í ríkjum heimsveldis- sinna, sem þrifizt geta aðeins sökum arðráns þess, sem framið er á nýlenduþjóðum), né heldur hina óæðri liópa verkamanna, sem standa út við jaðar framleiðslukerfisins (hina svo nefndu Lumpenproletariat, eða „tusku- öreiga“), heldur hina almennu stétt verka- manna yfirleitt. í dag er ekki víst að sú til- raun, sem lögregla rússneska keisarans gerði árið 1905, hefði farið út um þúfur. Fyrir marxista er ekki lengur neinn vafi á því hvaða álvktun má af því draga: svipuð lífsskilyrði leiða ekki lengur af sér sama eða sambærileg- an hugsunarhátt. Stéttarvitund er ekki leng- ur eðlilegur ávöxtur stéttaskiptingarinnar. Allt frá þeim tíma að þetta ástand skapaðist, allt frá því að verkalýðurinn um heim allan hætti að eiga sér sameiginlegt frelsismark- mið, hefur mannlegt líf fengið á sig nýjan svip, bæði i andlegum og pólitískum skilningi. Andlegur heimur verkalýðsins hefur leystst upp og tekið á sig margvíslegar og ólíkar mvndir. Hesturinn hans Carlos Cattaneos hef- ur steypt riddaranum af baki sér og þotið út í buskann. Verkamaðurinn, eins og við höfum orðið vitni að og munum halda áfram að verða vitni að, getur stefnt að hinum ólíkustu mark- miðum; hann getur verið svikari eða trúr fylgismaður, böðull eða fórnarlamb, eða ein- faldlega, í löndum, sem njóta friðar og ríki- dæmis, værukær Filistei, sem ekki á sér neina hugsjón og nýtur tryggingar gegn atvinnu- leysi, elli, sjúkleika og jafnvel gegn þeirri hættu, að vátryggingarfélagið fari á hausinn. I hinum fátækari löndum getur hann samt enn, sökum hins pólitíska vanþroska síns,

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.