Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 66

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 66
152 HELGAFELL komið hafi fyrir stundir angistar og ein- manaleika, þegar hugur okkar reikaði af stingandi þrá og trega til hinnar hefðbundnu reglu, friðar og öryggis æskuheimilis okkar, þá verðum við samt að bæta því við, að ástin á sannleikanum hefur þó ávallt að lok- um yfirunnið hugsunina um persónuleg þæg- indi okkar. Þegar svo er ástatt, að forsendur háspck- innar og jafnvel sögunnar eru óljósar og um- deilanlegar, þá neyðist maðurinn til þess að útvíkka siðferðilegt skynbragð sitt þannig, að það taki jafnframt að sér það hlutverk að vera leiðarvísir þekkingarinnar. Þær gildrur, sem óhlutlæg og yfirborðskennd siðferðiskenn- ing kann að falla í, geta verið mjög raunveru- legar, en þó aðeins ef skilningarvit siðferðis- ins starfar sem tabula rasa. í raun og veru er maðurinn ávallt vera gædd holdi og blóði, maður ákveðins umhverfis, ákveðinnar stétt- ar og ákveðins tíma, og þetta fer jafnvel út fyrir takmörk eigin vitundar hans. Hvað okkur snertir, þá er auðvelt að skilgreina þá mjög svo mikilvægu orkulind, sem hefur bjargað okkur frá öfgakenndu og róttæku ástandi níhilismans: það afl tilfinninganna, sem knúði okkur til þess að taka upphaflega kostinn, hefur ekki þorrið um leið og við misstum trúna. Þetta er ekki dæmi um einn einstakling. Ég er ekki að nota fornafnið „við“ sem útblásna mynd af fyrstu persónu eintölu. Flokkur okkar er orðinn að sívaxandi og óteljandi fjölda manna: þetta eru hersveitir þeirra ótalmörgu, sem gerzt hafa flóttamenn frá Internationalen. Þeir eru vissulega margir, sem ekki heyra til neinni kirkju eða neinum pólitískum flokki, sem nú bera í leyni þessi brennandi kennimörk. Hér mætti því spyrja: Er þá nokkuð eftir? Stendur nokkurs staðar steinn yfir steini? Já, eftir standa nokkur óbifanleg sannindi og vissa. Hvað við kemur mínum eigin tilfinn- ingum í þessu efni, þá eru þetta kristin sann- indi. Og mér virðist þau vera svo nátengd mannlegri tilveru, að þetta tvennt verði aldrei skilið að. Maðurinn leysist í rauninni alveg upp, ef þessum sannindum er afneitað. Það, sem hér er um að ræða, nægir ekki til þess að geta talizt trú, en það er þó nóg til þess að geta staðið undir yfirlýsingu um mannlegt traust. Slíkt traust byggist á stöð- ugri og víðtækari grundvelli en einberri misk- unnsemi Alberts Camus. Þegar allt kemur til alls, byggist þessi vissa á því, að við menn- irnir erum frjálsir og ábyrgir hvor fyrir öðr- um; að við finnum þörfina á því að rétta út höndina til þess að snerta innsta veruleika náungans. Sú staðreynd, að andlegt samfélag okkar er mögulegt, hún hlýtur þó að vera óhrekjanleg sönnun fyrir bræðralagi mann- kynsins? Auk þess felur hún í sér lögmál fyrir lífinu. Ástin á þeim kúguðu er sprottin upp af þessari vitneskju sem rökrétt afleiðing þess — því ástin er í eðli sínu óhlutdræg — að réttsýni sögunnar getur aldrei verið vafa undirorpin. Til þess að öðlast gildi þarf hún engrar velgengni með. Ilvernig getum við, með þessi sannindi sem grundvöll að tilver- unni, gert okkur að góðu að sjá göfugustu hæfileika mannsins kæfða meðal svo margra, sem fæddir eru til fátæktar og örbirgðar? Hvernig getum við hugsað okkur það sið- ferði, þar sem þetta grundvallaratriði skortir? Þarf ég að bæta því við, að það er ekki til þess ætlazt, að þetta sé túlkað í pólitískum skilningi valds eða kúgunar? Að nota sér hina kúguðu sem verkfæri til að öðlast völd, en svíkja þá síðan, er án efa höfuðsynd allra synda, því þeir eru allra manna varnarlaus- astir. í hreinskilni sagt, þá verðum við að viðurkenna það, að við höfum ekki upp á neitt undralyf að l)jóða. Það fyrirfinnst ekk- ert undralyf, sem læknað getur öll mein hins mannlega samfélags. Það eina, sem við höfum yfir að ráða — og það er hreint ekki svo lítið — er þetta traust, sem gerir okkur það mögu- legt að halda áfram að lifa. Við erum neyddir til þess að halda áfram göngu okkar undir himni, sem frá sjónarmiði hugsjónamannsins, er dimmur og drungalegur. Ilinn heiði, forni himinn Miðjarðarhafsins, sem einu sinni var fylltur skínandi reikistjörnum, er nú hulinn skýjum; en þessi litli Ijósgeisli, sem enn skín í gegn um svolítið op á skýjaþykkninu, hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.