Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 69

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Qupperneq 69
BÓKMENNTIR 155 tvímælalaust heimspekilega og andlega undir- stöðu í bókmenntir okkar, og þess vegna er svo mikil hætta á, að þær, sem eru að miklu lcyti leikmannslist, tómstundalist, leysist upp í lýriska mærð eða endalausar frásagnir af fátæklegum atburðum úr þjóðlífinu, þar sem sneitt er auðveldlega hjá öllum átökum við tilverunnar rök. Alltof mikið af þeim bókum, sem við gefum út. árlega, eru einungis einnar víddar, er svo má til orða taka, þær cru allar á lengdina, en skortir bæði dýpt og breidd. Enginn skilji orð mín svo, að ég haldi fram þeirri skoðun, að allar bókmenntir hljóti að vera heimspekilegs eða andlegs eðlis, vits- munalegs eða trúarlegs, en ég hygg, að sagan sýni, að bókmenntaleg hefð heillar þjóðar geti ekki þrifizt til langframa án slíks jarð- vegs, heldur flosni upp og deyi. Sem betur fer eru ýmsar undantekningar. Höfundur Njálu (Menningarsjóður) er rit- gerðasafn eftir Barða Guðmundsson, og hafa Skúli Þórðarson og Stefán Pétursson séð um útgáfuna. Stefán ritar auk þess inngang, er liann kallar Hin nýja Njáluskoðun. Það er mikill greiði að fá í einu lagi Njálurannsóknir Barða, og frágangur þeirra hér er útgefendum til sóma. Auk þess er útgáfan eðlilegur virð- ingarvottur við minningu höfundarins, hins sérkennilega og hugþekka manns og frumlega sögugagnrýnanda, sem lézt fyrir rúmu ári síðan. Engin leið er að lýsa þessum ritgerðum í stuttu máli, né niðurstöðum Barða, enda verður bókarinnar nánar getið síðar. Má og vænta, að nú líði ekki á löngu, áður en þessar rannsóknir lians og aðrar verði teknar til rækilegri athugunar af sérfræðingum heldur en hingað til. Mörgum aðdáendum höfundar, a. m. k. leikmönnum í söguskoðun, hefur virzt ofmikil þögn og tómlæti ríkja um kenningar hans, en það er hins vegar sannast mála, að til þess að leggja dóm á þær, þarf í raun og veru jafnvíðtækar rannsóknir og Barði gerði sjálfur. Þær verða auk þess flestar hvorki „sannaðar“ né „afsannaðar“, heldur aðeins gerðar líklegri eða ólíklegri. ITeimildagagnrýni af því tagi, sem Barði beitti, hefir öðru hverju ranglátlega fengið á sig óorð fyrir misnotkun í höndum sérvitringa (sbr. t. d. alla þá, sem viljað hafa „sanna“ með textarannsóknum, að Ieikrit Shakespeares væru eftir Francis Bacon eða aðra). Vera má, að Barði hafi stund- um leiðzt út í öfgar (ég er ekki dómbær á það, að svo komnu). Hitt er augljóst a. m. k., að frá flestum þeim áfangastöðum í íslenzk- um söguskýringum, sem Barði stefndi ótrauð- astur manna að, verður aldrei snúið alla leið til baka. Fyrra bindi af heildarútgáfu af ljóðaþýð- ingum Magnúsar Ásgeirssonar (Helgafell) er komið út í umsjá þess manns, sem bezt mátti til útgáfunnar treysta, Tómasar Guðmunds- sonar. Bókin hefir einnig að geyma frumort æskuljóð Magnúsar, Síðkvöld. Magniis Ás- geirsson var ofmikið skáld til þess að hann þýddi allt jafnvel, en enn sem fyrr hlýtur það að vekja furðu þess, sem tekur sér fyrir hend- ur að lesa þýðingar hans samfellt, hve mikla fjölbreytni er að finna í kvæðavali og með- ferð kvæða. Mesta furðu vekur þó öryggi Magnúsar og vald hans á frumtextum kvæð- anna, ef þeir eru bornir saman við þýðing- arnar, og þess gætt, hve persónulegt skáld Magnús var sjálfur og hve strangar reglur hann hefur sett sér um meðferð íslenzkunnar. Nákvæmni hans er allt að því ótrúleg og ekki sízt þeim, sem eitthvað hafa reynt að þýða sjálfir. Fyrsta skylda þýðanda er sið- ferðileg, og hún er sú að þýða „rétt“. Ég efast um, að nokkur íslenzkur þýðandi fyrr né síðar hafi fylgt ])essari reglu jafnstranglega og Magnús. Engu að síður bera þýðingarnar svo sterkan heildarsvip, að lesandinn fer bráðlega um hugsa um þessi kvæði eins og þau væru eftir eitt skáld — eitt mikið skáld. Skáldsaga Guðmundar Daníelssonar, Hrafn- hetta (ísafold), styðzt við Scwartzkopf-málið og ber, eins og fyrri sögur höfundar, vitni um milda, en dálítið yfirborðslega hæfileika. Ég nota ekki orðið yfirborðslegur til að gera lítið úr þessum hæfileikum, heldur til að að- greina þá frá öðrum og benda á, að Guð- mundur virðist ekki þekkja takmörk sín. Hann hefir til að bera hugkvæmni, dramatíska til-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.