Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 71

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Síða 71
BÓKMENNTIR 157 við öll kvæðin, því að höfundur hefir skapað sér sérstakan stíl, sem kemur a. m. k. í ljós í öðrum kafla bókarinnar og í beztu þýðing- unum í þriðja kafla og ber vott um skyn- samlega hugsaða, þroskaða afstöðu til ljóða- gerðar og þekkingu á skáldskaj). Það eru kvæði í raunsæisstíl (sem minnir ofurlítið á raunsæisskólann ameríska, Fearing, Rukeys- er). Þau eru í raun og veru vitsmunalegs eðlis, þrátt fvrir Ijóðræna byggingu. Auðkenningar- stíl mætti e. t. v. kalla hann líka, hann er m. a. fólginn í því að negla niður eðlisein- kenni mjög samsettra fyrirbæra skýrt og ótví- rætt (Broadway, Louis Armstrong) og það er nýstárleikabragð að honum hér. Óvænt, óskáldleg eða hrjúflega hversdagsleg og kæru- leysisleg orð gefa honum öðru hverju sterkan raunsæisblæ. Af þýðingunum virðast mér beztar Júdas Iskaríot eftir Spender og Óður til Walt Whitmans eftir Lorca. Allmiklu fyrr á árinu kom út ljóðabók Matthíasar Johannessen, Borgin hló. Höfuð- temu þessara ljúfu kvæða eru hverfulleiki ástar og gleði, sumars og ljóss; og niðurstöð- urnar, ef þau eru lesin bókstaflega, myrkur, haust, dauði, sorg. Ég verð að játa, að þess- ar niðurstöður orka ekki alls kostar sann- færandi á mig, heldur skilur bókin í heild eftir mildan klið lífsgleði og rómantísks leiks og vekur einskæra bjartsýni, þrátt fyrir af- drátarlausar aðvaranir skáldsins. Þessi mót- sögn stafar, held ég, annars vegar af því, að hin þýða kveðandi ljóðanna og hið bjarta tungutak, sem er svo samfellt, að það hlýtur að vera eiginlegt, ber ekki í sér næga kvöl eða myrkur til að rúma „boðskap“ kvæð- anna, og hins vegar veldur það miklu, að næmleiki höfundar, sem er vissulega ótvíræð- ur, er helzt til óhlutbundinn, þ. e. a. s., að enda þótt höfundur tali um ákveðna hluti eða ákveðin fyrirbæri, er tilfinning hans frem- ur sjálfvakin og beinist að sjálfri sér, og bregður um leið dálítilli hulu, eins og hlýlegri sumarmóðu, milli lesandans og veruleikans. Fyrir bragðið verður manni skáldið sjálft minnisstæðara — og hugþekkara — en kvæð- ui, og ]>að er máske eins og vera ber um fvrstu bók. En af söniu ásta>ðu finnur maður líka, að þetta er góð bók jafnvel þótt manni veitist erfitt að taka einstök kvæði út úr, því til sönnunar. Mér þvkir leitt, ef ég er að falla fyrir þeirri lúalegu freistingu ritdómarans að gera mér ofdælt við fyrstu bók skálds og ég ætla mér ekki þá dul að segja Matthíasi fyrir um, hvernig hann eigi að yrkja, en ég vona a. m. k., að hann eigi eftir að yrkja meira. Ég efast jafnvel ekki um, þó að stíll hans bendi til annars nú, að hann eigi skáldgáfu til að gera bölsýni að veruleika í kvæðum sínum, ef kveðskapur hans tekur þá stefnu í fullri al- vöru. En gleði og leikur eru líka sígild yrkis- efni og þau virðast mér honum eiginlegust, eins og er. K. K. Listin aS spyrja Valtýr Stejánsson: Myndir úr þjóðlíjinu. Fimmtíu viðtöl. Bókjellsútgafan h.j. 1958. Borgarbúinn gengur á götu og sér hundruðum andlita bregða fyrir. Flest þeirra gefa honum ekki efni til umhugsunar; í vitund hans eru þau dropar af sania hafi, sandkorn á sömu strönd. Samt sér hann í hópnum eitt og eitt, þar sem hann kannast við eigandann, stund- um aðeins við nafnið, en stundum svo vel, að hann veit, að þar býr lifandi sál á bak við andlitið. Þótt áhuginn fyrir öðru fólki sé misjafn- lega mikill, þyrfti hreinan skynskipting til að láta sig náunga sinn engu varða. Hér á landi hefur frekar þótt bregða við, að öfgarnar færu í hina áttina. Menn hafa haft það sér til dundurs frá fyrstu byggð þessa lands að raða nöfnum í ættartölur, embættismanna- eða ábúendatöl og hafa þannig varðveitt visst dautt samhengi þjóðarsögunnar. Um eigcndur sumra nafnanna, sem þrædd hafa verið upp á söguþráðinn, vitum við þó ofur- lítið meira. Við vitum um afrek eða illvirki, sem þeir áttu hlut að, stundum um útlit þeirra, og þegar bezt lætur eiit eða fleiri lýsingar-

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.