Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 72

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Side 72
158 HELGAFELL orð, sem flvtja okkur dóm söguritarans um ])ersónuleika þeirra. Undantekningarnar koma, þar sem lista- menn fjalla um hinar fornu hetjur, svo sem í íslendingasögum, og Jón Espólín á köflum. Sama er að segja um hinar beztu sjálfsævi- sögur og nokkur hinna beztu bréfa, sem birt liafa verið. En hitt er satt bezt að segja, að í meginþorra þeirra fjölmörgu ævisagna, sem ]>rentaðar hafa verið á íslenzku, eru það hug- tök, en ekki mannlegir eiginleikar með öllum þeirra ótrúlegu skrýtilegheitum, sem höfund- arnir hafa hengt á beinagrindur ártalanna. Valtýr Stcfánsson hefir bjargað einkenni- legum og skemmtilegum verðmætum fyrir íslenzka mannfræði. Hann hlýtur oft að hafa átt aunríkt á þeim árum, sem hann var að gera Morgunblaðið að mesta fréttablaði lands- ins og hlutfallslega útbreiddasta blaði í heimi. Samt gaf hann sér tíma til þess að taka tugi manna tali og spyrja þá um það, sem alla langaði til að vita, bæði um fólkið sjálft og aðra, sem horfnir voru af sviðinu, en viðmæl- endur Valtýs höfðu þekkt. Um þorrann af þessu fólki myndum við ckki vita annað en það, að það hafði augu og nef, munn og eyru eins og annað fólk, ef Valtýr hefði ekki kynnt okkur fyrir því. Nú eru þetta orðnir góðkunningjar okkar, sitja og rabba við okkur um stund á kvöldin eða drekka með okkur kaffi á sunnudögum. Og er það ekki dásamlegt, að úr þessum vinahópi getum við fengið heimsókn þess eða þeirra, sem við helzt kjósum, einmitt þegar okkur sjálfum hentar það bezt? Viðtöl Valtýs eru skrifuð í flýti og ein- kennast ekki af því, sem venjulega er talið stílsnilld. Oft finnst manni, að minni fljóta- skrift. hefði getað gert setningu liðlegri eða fallegri. Samt eru þau listaverk, en það liggur í allt öðru. List Valtýs liggur í því, að hann fær fólk, sem hann hittir, til þess að tala eðlilega; þótt við vitum, að sumt af því hefir hann aldrei séð áður, er auðheyrt, að því finnst það vera að rabba í góðu t.ómi við gamlan kunningja, alveg tilgerðarlaust. Sjálfur liverfur hann í samtölunum, það kemur aldrei fyrir, að liann sé að ota sjálfum sér eða skoðunum sínum fram. Það cr vant á milli að velja, hvert sé skemmtilegast eða minnistæðast af viðtölum Valtýs. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna viðtölin við Eyjólf Landshöfðingja og Tómas Guðmundsson í bókinni, sem kom út í fyrra (Þau gerðu garðinn jrægan). Af 50 viðtölum í bókinni, sem nú er komin, nefni ég og aðeins örfá. Frú Ingibjörg Jcnsdóttir var bróðurdóttir Jóns Sigurðssonar og dótturdóttir Björns Gnnnlaugssonar. Viðtalið við hana er eitt hið lengsta í bókinni, en alltof stutt. Hún bætir mörgum nýjum dráttum í þá mynd, sem við gátum áður gert okkur af hinum þjóðkunnu venzlamönnum hennar og öðrum samtíðarmönnum. En þar að auki er gamla konan svo skcnnntileg, að flesta lesendur hlýtur að sögulokum að langa til að spyrja hana, hvort þcir megi ekki koma bráðum aftur í heimsókn með Valtý. Frá því ég man eftir mér þekkti ég Pétur Iljaltested, úrsmið og bónda á Sunnuhvoli. Eg vissi, að hann gat verið spaugsamur og að hann skýrði eina af kúnum sínurn Sigrúnu og sýndi þar með áhrif bókmenntanna á bú- skapinn. En án Valtýs hefði ég aldrei komizt að því, hve merkilegur maður þessi gamli vinur minn var, — og nú segi ég mönnum ekki meira um viðtal hans við Pétur á Sunnu- hvoli. Það er einkenni á viðtölunum, live vel Valtý tekst að ná anda og orðalagi þess, sem hann talar við, þótt það séu hinir ólíkustu menn. Ilafliði gamli í Mýrarholti talar, áttræður og hálfblindur, með galgopalegum söknuði um áratuga fvllerí, sem nú er liðið hjá. IMagnús Sigurðsson vill heldur lána út á lifandi menn en þorskinn í sjónum, og Sigurður Kristjáns- son bóksali kemur því upp, níræður, að fyrsti víxillinn, sem Landsbankinn keypti, var til bókaútgáfu. Það má nefna eitthvað skemmtilegt úr hverju viðtali. En maður saknar þess, að Valtýr skuli aldrei liafa „talað við sjálfan sig“, því að hann má ekki sleppa þannig, að hann fái alltaf að spyrja, en þurfi aldrei að svara. Bækur Valtýs eiga að koma út í ódýrum vasaútgáfum á borð við þær, sem Ilelgafell og ísafold hafa hafizt handa um. Þá getur hver unglingur eignazt þær, og fólkið, sem Valtýr talaði við, getur orðið okkur kær- komnir ferðafélagar utan lands og innan.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.