Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 10
4
lengi að lesa í Varabálki, til að kenna þar uppalandann.
Þrjú börn þeirra Heiðarlijóna komust til fullorðinsára: Sig-
urður, prestur og alþingismaður í Vigur, Þorbjörg, húsfreyja
á Veðramóti, gift Birni Jónssyni, og Stefán skólameistari, var
hann yngstur þeirra systkina og 9 ára aldursmunur milli hans
og síra Sigurðar.
Ekki kann ég að segja frá uppvexti Stefáns. Mun hann í fáu
hafa verið frábrugðinn því, sem títt var á góðum sveitaheimil-
um um þær mundir. Mikil vinna við hin margvíslegu sveita-
störf, en jafnframt mikil útivist og náið samlíf viðnáttúruna við
fjárgeymslu og önnur þau störf, er búskapurinn krafðist. Bær-
inn á Heiði stendur Iiátt, landslag þar í Skörðunum er svip-
mikið, en gjóstugt er þar nokkuð, en vel er það umhverfi fall-
ið, til þess að ala upp víðsýna menn og þrekmikla. Smala-
mennska í háum fjöllum og bröttum kennir unglingum
brekkusækni, aðgæzlu og athygli. Sjálfur segist Stefán eiga ótal-
in spor í Tindastóli í æsku, og hafa þá verið þar nákunnugur
gróðri. Hefur hann því þegar á bernskuárum verið tekinn að
veita athygli náttúrunni umhverfis sig, má vera að þau áhrif
megi rekja til Sigurðar afa hans, sem Jrá dvaldist á Heiði í
skjóli dóttur sinnar og tengdasonar, en um hann segir svo:
„Hann hefur opið auga fyrir náttúrunni í kring um sig, og
hún vekur hann sífellt til íhugunar um tilveruna í heild sinni
og höfund hennar.“* Haft er eftir Valtý Stefánssyni, að Sig-
urður á Heiði hafi kennt dóttursyni sínum Iieiti og önnur
deili á plöntum. Hefur hann því verið fyrsti fræðari hans í
þeim efnum, en annars er eftir Stefáni haft, að hann muni
naumast fyrr eftir sér, en hann fýsti að vita deili á plöntum
og náttúru landsins.
í stuttu sjálfsæviágripi, sem ég hefi haft milli lianda segir
Stefán svo frá upphafi náms síns: „Fyrsti kennari hans vanda-
laus var Sigvaldi jónsson, skáldi. Lærði hann hjá honum að
skrifa og lítið eitt í reikningi veturinn 1870—71. Haustið 1875
fór hann fyrst að heiman til náms, og dvaldi tímakorn á Sauð-
árkróki hjá Halli kaupmanni Ásgrímssyni, er hafði húskenn-
* Varabálkur, 2. útg., bls. III og VI.