Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 11
ara þánn, er Gunnlögur hét Gunnlögsson. Hafði hann verið
um skeið í latínuskólanum en hætt námi. Þar var með hon-
um að námi Valtýr Guðmundsson, og afréðu þeir þá um vet-
urinn að ganga skólaveginn. Haustið eftir byrjaði Stefán að
læra undir skóla hjá sr. Olafi
Björnssyni, presti að Ríp, er
þá var til heimilis að Ási í
Hegranesi og kenndi sonurn
Olafs dbrm. Sigurðssonar, er
þar bjó fyrirmyndar búi. Vet-
urinn eftir var hann hjá
Olafi presti á Ríp en lærði
lítið, því Olafur þjónaði þá
þrem brauðum, var sjaldan
heima og auk þess kennari
lítill. Sumarið 1878 naut
hann tilsagnar heima hjá Sig-
urði bróður sínum, sem þá
var í skóla. Kom þá í ljós, að
hann hafði lítið sem ekkert
lært að gagni hjá Olafi presti.
Um haustið gekk hann inn í
fyrsta bekk Latínuskólans.“
Með Jressum hætti liófst
menntaferill Stefáns.
Eins og þegar er sagt settist
Stefán í I. bekk Latínuskólans
Iiaustið 1878. Sóttist honum námið vel, og var að jafnaði ofar-
lega í bekk eftir að fyrsta bekk lauk, en Jrar galt hann lélegs
undirbúnings. Síðasta skólaár brá hann á Jrað ráð að lesa utan-
skóla. Hugðist hann að lesa á Helgavatni í Vatnsdal en þá var
liann heitbundinn Steinunni Frímannsdóttur, heimasætu Jrar,
er síðar varð kona lians. En minna varð úr lestrinum en skyldi,
að því er Hulda dóttir lians segir mér. Stefán var Jrá Jregar
gleðimaður og eftirsóttur félagi, kunnu Vatnsdælingar vel að
meta Jrá kosti hans en gættu Jress miður, að honum var fidl
þörf tíma síns. Hafði hann lítt frið fyrir heimboðum á stór-