Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 12
6
bændasetux- Vatnsdalsins. Varð það þá ráð lians að hverfa út
að Hofi á Skagaströnd, og dvaldist hann þar um skeið hjá Jóni
presti Magnússyni, sem þá og síðar var mikill vinur hans. En
afleiðingin vaið, að hann hlaut einungis aðra einkunn á stúd-
entspiófi, allháa að vísu.
í Latínuskólanum störfuðu þá tvö skólafélög, eldra var
Bandamannafélagið, en hið yngi'a Ingólfur, hafði það klofnað
frá Bandamannafélaginu nokkru áður en Stefán kom í skóla,
og miklar deilur orðið með mönnum. Einn af atkvæðamestu
forystumönnum Bandamannafélagsins var Sigurður, bróðir
Stefáns, og í það félag gekk Stefán þegar hann kom í skóla.
Fyrst í stað mun lians þó ekki liafa gætt mikið í félagsskapn-
um, en haustið 1880 skrifar hann hvatningar-giein í rit Banda-
mannafélags, þar sem hann eggjar félagsmenn á að lækna þær
meinsemdir sem félagið þjái og útrýma þaðan öllum ósiðum.
Eftir það skrifar hann allmikið í rit félagsins. Eru það mest
smásögur og ævintýri. Sögur þessar eru flestar „sentimental“
ástasögur, en eitt ævintýrið fjallar þó um þrá ungs manns til
þess að fá lesið og skilið hina miklu bók náttúrunnar. En all-
ar eru sögur þessar lipurt skrifaðar, og má þar sjá merki þess
stíls, sem hann síðar ritaði. Síðasta vetur sinn í skóla sat hann
í stjórn og dómnefnd Bandamannafélagsins, en þann vetur
tókst fyrir atbeina Valtýs Guðmundssonar að sameina félögin
tvö. Átti Stefán sæti í sameiningarnefnd félaganna, en ekki sat
hann í fyrstu stjóm Eramtíðarinnar, sem reis upp af rústum
félaganna tveggja, enda þá á förum úr skóla.
Hafnarár.
Sumarið 1884 sigldi Stefán til Kaupmannahafnar til há-
skólanáms í náttúrufræði. Námsval lxans gegnir nokkurri
furðu, en eins og þegar er sagt hafði hugur hans hneigst að
þeim fræðum þegar í bernsku, og til undirbúnings væntan-
legu framhaldsnámi, hafði hann ferðast með Þorvaldi Thoi'-
oddsen um Reykjanes sumarið 1883, til þess að kynnast af
eigin sjón og raun náttúru landsins og rannsóknum á henni.
Fyi'ir þann tíma höfðu fáir íslendingar lagt stund á þessi
fræði. í Latínuskólanum hafði náttúrufræðin verið fullkomin