Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 18
12
aðrir höfðu ætlað. Á þessum árum höfðu þau tíðindi gerzt í
skólum á íslandi, að Gröndal var vikið frá kennslu í Latínu-
skólanum 1883 og Þorvaldi Thoroddsen veitt embætti nátt-
úrufræðikennara við Latínuskólann 1885. Var því kennara-
laust á Möðruvöllum. Ekki er þó að sjá, að gangskör hafi ver-
ið gerð að því í fyrstu, að fá þangað nýjan kennara, en vorið
1887, Jregar Stefán er tekinn að sökkva sér niður í nám sitt af
sem mestu kappi, berast Jiau tíðindi til Hafnar að kennara-
embættið á Möðruvöllum sé laust til umsóknar. Dagbók Stef-
áns sýnir, að honum hefur Jrá leikið hugur á Jressu starfi. En
fleiri höfðu hug á að komast að Möðruvöllum. Síra Davíð á
Hofi eggjar Ólaf son sinn á að sækja um embættið sem hann
gerir,* og af dagbók Stefáns sést að Grímur Thomsen hefur
unnið að því á ljak við tjöldin, að Valtý Guðmundssyni verði
veitt staðan, má Jrað furðulegt kallast, þar sem hann hafði
aldrei við náttúrufræði fengizt. Svo er að sjá af bréfi Ólafs,
sem skrifað er um sömu mundir og Stefán undirbýr umsókn
sína, að honum hafi verið með öllu ókunnugt um umsókn
Stefáns. En um Valtý hefur hann heyrt. Stefán á sýnilega í
nokkru stríði við sjálfan sig um hvað gera skuli. Hann ræðir
málið við Móritz Halldórsson-Eriðriksson, sem um þær mundir
var góðkunningi hans, og eggjar hann Stefán mjög á að sækja.
Þá leitar hann til Warmings og tjáir honum alla liagi sína er
jressu konta við, fjárhagsvandræði, og að um ekkert annað
starf verði að ræða í framtíðinni fyrir sig á Islandi, ef Jressu
sé sleppt. Warming hvetur hann þegar í stað til að sækja, tel-
ur sér Jrað ánægju að veita honum sín beztu meðmæli, en legg-
ur honunt um leið Jrað ráð að sækja um að fá að ganga undir
einkapróf hjá prófessorum háskólans í náttúrufræði. Hlýddi
Stefán Jrví ráði. Og á þremur dögum, 16.—18. apríl 1887, gekk
hann fyrirvaralaust upp til skriflegs og munnlegs prófs í grasa-
fræði, dýralræði, jarðfræði og landafræði. Þeir, sem prófuðu
hann auk Warmings, voru: C. F. Lútken í dýrafræði, Er. John-
strup í jarðfræði og E. Löffler í landafræði. Hlaut hann ágæt-
an vitnisburð hjá Jreim öllum, nema sízt hjá Johnstrup, enda
Ég læt allt fjúka, bls. 148.