Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 22
fyrsta ári, og það ár líður snurðulaust. En þegar veturinn 1881
—82 hefst hrakfalla saga hans með matarmálinu fræga. Og
þegar hér var komið sögu er skólinn að tænrast. Einungis 7
nemendur eru þar, allir í efri bekk. Allar líkur bentu til, að
næsta ár yrði skólinn tæmdur af nemendum. Sennilegt er, að
þá hefðu dagar hins norðlenzka skóla verið taldir. En þetta
ár verða tímamót. Næsta haust verða nýsveinarnir 9, og síðan
vex tala nemenda jafnt og þétt, unz skólinn mátti eigi veita
fleiri viðtöku sakir þrengsla.
Saga Möðruvallaskóla hefur verið rakin rækilega í riti Sig-
urðar Guðmundssonar, Norðlenzki skólinn, en óhjákvæmi-
legt er samt, að rekja liér ýmsa atburði, þótt fljótt verði að
fara yfir sögu.
Fyrst verður að rekja, hvað valdið hefur hinni minnkandi
aðsókn. Verður þar gripið til greinar Stefáns kennara, er hann
reit í Þjóðólf í ársbyrjun 1888. Þar tehir hann orsakirnar þess-
ar: 1. Matarmálið, sem enn valdi tregðu manna að sækja skól-
ann. 2. Að margir nemendur, sem einungis höfðu dvalizt hálft
ár á Möðruvöllum, liafi farið þaðan próflausir, en verið montn-
ari en áður og komið óorði á skólann nreð yfirlæti sínu og
kunnáttuleysi. 3. Tíð kennara skipti, og að nýr kennari, sem
að skólanum hafi komið (Halldór Briem), hafi að óreyndu
verið níddur niður fyrir allar hellur. 4. Þótt ótrúlegt megi
virðast hafi það verið lagt skólanum til lasts, að skólastjórinn
sé konungkjörinn þingmaður. 5. Harðindi þau, er staðið liöfðu
síðan skólinn tók til starfa og 6. að vistin á Möðruvöllum hafi
reynzt nemendum of dýr sakir þess, að þeir hafi keypt fæði af
skólabryta, í stað þess að fæða sig sjálfir í matarfélagi. í þess-
ari sömu grein bendir hann á, að mjög skorti á, að menn skilji
gildi menntunar í sjálfu sér og kenrst svo að orði: „Þætti það
ekki fínt að vera stúdent og gæfi það ekki von um embætti,
þá sæist bezt live margir færu í Latínuskólann. En það væri
fávíslegt, að kenna rektor eða kennurum skólans um það að
aðsóknin minnkaði.“#
Sigurður Guðmundsson tekur að mestu undir ummæli Stef-
Þjóðólfur, XL, l)ls. 17-18.