Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 25

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 25
19 að vera fáir og góðir. Almenningur verði að gera sér Ijóst, að tilgangur með skóladvöl sé að gera nemendur „nýtari og betri menn, en þetta er aðeins unnt í þeim skólum, þar sem kennsla, stjórn og aðbúnaður er í góðu lagi.“* Merkust greina hans þetta ár er þó sú, er hann reit í Þjóð- ólf og fyrr er getið. Heitir hún: Hvað er pað? og er svar við þeirri spurningu blaðsins, hvað valdi hnignun Möðruvalla- skóla. Þar sem þetta er ein með fyrstu blaðagreinum Stefáns vekur hún athygli fyrir hversu fimlega þar er á penna haldið og vörninni raunverulega snúið upp í sókn, ekki einungis fyrir Möðruvallaskóla heldur alþýðumenntunina almennt, sem hann finnur að vonum er mjög ábótavant. Kemst hann svo að orði í greinarlok: ,,Það verður að skylda foreldra með lögum til að sjá um að unglingarnir fái einhverja tiltekna menntun, og svo jafnframt að styrkja þá með fjárframlögum. Þegar góð skipan er komin á uppfræðslu unglinga, Jrá er hinn traustasti og varanlegasti hornsteinn lagður undir sannar framfarir ís- lands og menningu og manndáð hinna komandi kynslóða.“#* Gerist Stefán þar einn fyrsti málsvari almennrar skólaskyldu, og vel mega liin tilfærðu ummæli hans kallast sú stefnuskrá, sem hann kvikaði aldrei frá síðar. Enn skýrar kemur þó þetta sjónarmið fram í grein er hann skrifaði nokkru síðar í Þjóð- ólf: Það þarf að mennta alþýðu, en þar setur hann fram ský- lausa kröfu um almenna skólaskyldu og lýsir stuðningi við frumvarp, er Jón Þórarinsson, hafði borið fram á Alþingi, þar sem kveðið er á um tiltekna menntun unglinga sem skilyrði fyrir fermingu. Vegna kostnaðar leggur Stefán liér til að not- ast verði við „reykiskóla“, þ. e. farskóla, enda þótt honum séu Ijósir gallar þeirra. í öllum unglingaskólum vill hann láta kenna: lestur, teikningu, skrift, reikning, kristin fræði, rétt- ritun, valda kafla úr almennri sögu og íslands sögu, helztu meginatriði náttúrufræðinnar, landafræði og heilbrigðisfræði. Auk þess beri að venja unglinga við leikfimi ogliandavinnu.*** * Norðurljósið III, bls. 78. ** Þjóðólfur XL, bls. 18. *** Þjóðólfur XL, bls. 225-226, 229. 2*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.