Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 27
21
fjögra vetra „lærða deilcl“, jafnframt verði Möðruvallaskóla
breytt í þriggja vetra realskóla, samhliða deildinni syðra og
skólinn fluttur til Akureyrar.* Tillagan um stofnun gagn-
fræðadeildar var að vísu ekki ný. Hjaltalín o. fl. höfðu mælt
með slíku fyrirkomulagi áður á Alþingi.
Á Alþingi 1887 hefur Hjaltalín snúið svo við blaðinu í
skólamálinu, að í stað þess að vilja leggja skólann niður, flyt-
ur hann nú næsta djarflegt frumvarp um skólamál, þar sem i
megindráttum er fylgt þeim tillögum, er Stefán hafði sett
fram í Eimreiðargrein sinni. Ég hygg að naumast þurfi að
fara í grafgötur um, hvað gerzt liafi þarna nrilli þinga. Þegar
Hjaltalín kom lieim til Möðruvalla 1895, hefur Stefáni tek-
izt með eldmóði sínum og áhuga að dreifa áhyggjum og von-
leysi Hjaltalíns um skólann, og það svo rækilega, að liann ger-
ist flutningsmaður tillagna Stefáns og gengur nú fram fyrir
skjöldu á Alþingi til sóknar fyrir skóla sinn. Alþingi samþykkti
frumvarpið, en konungur synjaði því staðfestingar, en kenn-
endur Latínuskólans lögðust mjög gegn því, og landshöfðingi,
Magnús Stephensen fylgdi þeim að málum. En með sanrþykkt
þess á Alþingi er hálfur sigur unninn fyrir Möðruvallaskóla,
og má renna grun í, hvað koma muni. Vörninni fyrir tilveru
skólans er snúið upp í sókn til fullkomnari og stærri skóla, og
er nokkurn veginn víst, að þar á Stefán stærri þátt í, en fram
kemur á yfirborðinu.
Veturinn 1895 gerðust atburðir í Möðruvallaskóla, sem vel
hefðu getað dregið dilk á eftir sér. Vegna smámuna einna
bundust piltar samtökum um að fara próflausir úr skólanum
um vorið, til þess að ná sér niðri á skólastjóra, að því er þeir
héldu. Mál þetta er rakið rækilega í riti Sigurðar skólameist-
ara, en af dagbók Stefáns sést, að honum þykir skólastjóri hafa
gefið yfirlýsingu sína um brottvísan úr skólanum of snemma.
Minna varð úr aðgerðum skólasveina en í upphafi var ætlað,
en ljóst virðist, að þar liefur miklu um ráðið ræða sú, er Stef-
án flutti á fundi kennara og nemenda, enda segir einn nem-
endanna, Páll Halldórsson, það berum orðum, „en hitt man
* Eimreiðin I, bls. 89.