Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 28
99
ég greinilega að milliganga Stefáns heitins Stefánssonar mátti
sín mikils, því þann rnann elskuðu nær aliir nemendur skól-
ans.“* ** *** I sömu átt þykir mér það benda, að höfuðforsprakkan-
um að uppþoti þessu, Birni Sveinbjörnssyni var að sögn Sig-
urðar Guðmundssonar mjög iilýtt til Stefáns og þeir skrif-
ast á.##
í ritgerð sinni „Skólinn skal upp“ fer Sigurður Guðmunds-
son mörgum lofsamlegum orðum um störf Stefáns Stefánsson-
ar í þágu Möðruvallaskóla, en kemst þó svo að orði: „Gengi
Möðruvallaskóla verður aðallega að þakka forstöðumanni
hans“, en bætir þó við að „vant sé að vita, hvernig skólanum
liefði reitt af, ef Stefán Stefánsson hefði ekki ráðizt þangað í
hættnlegustu nemendaþröng hans.“### Þarna hygg ég hinum
ágæta höfundi skjátlist í mati sínu. Allt um mikla kosti Hjalta-
líns sem skólamanns virðist af allri sögu skólans, að honurn
mundi ekki hafa tekizt að halda í honum lífinu, ef Stefán hefði
ekki komið til sögunnar, og verður þá naumast talið að rétt
sé að eigna Hjaltalín aðallega gengi skólans. Skal það enn rak-
ið litlu nánar. Frá byrjun til komu Stefáns að skólanum er
skólinn á niðurleið, og ekki annað sýnna en hann sé að leggj-
ast í eyði. Með kornu hans tekur skólinn að rétta við, og gengi
hans fer sívaxandi ár frá ári. Ýntsar nýjungar í skólalífinu
koma fram, og má rekja þær beint eða óbeint til Stefáns kenn-
ara. Hjaltalín virðist hafa átt erfitt með að sveigja til, þegar
um árekstra við nemendur var að ræða. Matarmálið varð ekki
leyst nema með tilstyrk síra Arnljóts, en uppþotið 1895 leyst-
ist innan veggja skólans með tilstyrk Stefáns kennara, og dró
engan vandræðadilk á eftir sér, þar sent nærri lét að matar-
málið riði skólanum að fullu og átti vafalaust nteira en lít-
inn þátt í hörmungarsögu hans næstu árin. Sigurður segir
einnig, að Jreir hafi bætt livor annan upp, Hjaltalín og Stel'án
og má Jrað vissulega til sanns vegar færa. Margt mun Stefán
hafa lært af Hjaltalín, en vert er þó við samanburð J^enna að
* Norðlenzki skólinn, bls. 382.
** Norðlenzki skólinn, bls. 383.
*** Skýrsla M. A. VI, bls. 23.