Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 30
á hann í miklum bréfaskriftum við ýmsa kennara í Reykjavík
nm málið, einkum þó Jóhannes Sigfússon. Síðar þann vetur
var félagið stofnað, og Stefán skrifar í dagbók sína 18. maiz:
„Fékk bréf frá Jóhannesi Sigfússyni um að kennarafélagið sé
stofnað. Þó enginn viti, að ég liafi átt nokkurn þátt í þessari
félagsstofnun, þ;i get ég samt glaðst með sjálfum mér ylir því,
að ég hef máske einna mest agitérað fyrir henni.“ Sumarið
eftir sótti Stefán síðan hinn almenna kennarafund í Reykja-
vík og átti Jrar hlut að lagabreytingu og fleiri nýmælum í fé-
laginu.
Ekki löngu eftir að Stefán kom að Möðruvöllum koin út
ritgerð eftir Boga Th. Melsted, Utn mentúngarskóla. Stefán
skrifar langt mál um hana í Norðurljósið og tekur að miklu
leyti í sama streng og Bogi. Vill hann að minnkað sé nám forn-
málanna og latínan látin rýma fyrir íslenzkunni. Hann vill
þá þegar fá tvískiptan skóla í gagnfræðadeild og lærða deild,
og að Möðruvallaskólinn verði gerður að gagnfræðadeild, en
skólarnir tengdir saman. Ekki er hann þ;i kominn á þá skoð-
un að flytja Möðruvallaskólann til Akureyrar.*
Á Aljringi 1893 báru þeir Jón Jacobsson og Ólafur Briem
fram frumvarp um afnám forntungnanna sem skyldunáms-
greina Lærða skólans. Þótt Jaað næði ekki fram að ganga, var
með Jrví vakin sú hreyfing, er síðar leiddi til gjörbreytingar
skólans. Eins og þegar hefur verið getið skrifaði Stefán grein
utn skólabreytingamálið í Eimreiðina 1895. Eru skoðanir hans
þar að rnestu hinar sömu og í ritdóminum urn grein Boga
Melsted, en þó í fastara formi. Meðal annars gerir hann þar
uppkast að vikustundaskrá skólanna. Latínan skipar enn önd-
vegið, og ekki treystist hann til að leggja til afnám grískunn-
ar með öllu. En stærðfræði og náttúrufræði eru mjög auknar,
svo og leikfimi og handiðnir, en lagt er til að sleppa frönsku
og trúfræði.
Þá ræðir hann um skólatímann, og vill fremur stytta liann
en lengja eins og kornið hafði til tals. Segir hann svo m. a.:
„Vér kvörtum yfir fátækt vorri og hversu skammt vér erum á
Norðurljósið III, bls. 65.