Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 34
28
ásamt þremur öðrum þingmönnum þingsályktunartillögu um
að skora á stjórnina að hlutast til um, að hinn væntanlegi Ak-
ureyrarskóli megi rúma 80—100 nemendur, að þar verði heima-
vistir l'yrir .% hluta nemenda, og skólinn verði jafnt fyrir kon-
ur og karla nteð þriggja vetra námstíma. Harðar deilur urðu
um tillögu þessa, einkum heimavistirnar og samskólann en
samþykkt var hún að lokum. Og loks fékk Stefán samþykkt lög
um Gagnfræðaskólann á Akureyri 1903, og sigruðu þar öll
hans sjónarmið, nema um heimavistirnar, þær urðu færri, en
liann hafði lagt til og barizt fyrir. Lagðist þó Hannes Hafstein
á sveif með Stefáni í því efni. í þessu máli vann Stefán þannig
glæsilegan sigur, við jafnramman reip og var að draga, ekki
sízt þar sem Hjaltalín barðist mjög gegn heimavistunum, og
lékk landshöfðingja á sitt band.
En þótt lögin væru samþykkt var eftir að koma upp skóla-
húsinu. Fjárveiting sú, er þingið hafði samþykkt, var sýnilega
ónóg. Ekkert sóttist í þessu efni lyrr en Hannes Hafstein tók
við ráðherradómi og Klemenz Jónsson varð landritari í árs-
byrjun 1904. En þeir höfðu báðir frá öndverðu verið traustir
stuðningsmenn Akureyrarskóla og fylgt Stefáni að málum í
þeim efnum, þótt í andstæðingaflokki væru.
Gerður hafði verið uppdráttur að skólahúsi, sendur stjórn-
arráði og santþykktur þar, án þess Stefán væri með í ráðum.
Tekur hann nú til sinna ráða og ritar stjórnarráðinu rök-
studdar athugasemdir um liinn samþykkta uppdrátt, en gengst
jafnframt fyrir því, að Snorri Jónsson gerir annan uppdrátt,
sent hann sendir með bréfi sínu, og bendir ljóslega á, hversu
hann fullnægi á allan hátt betur þeim kröfum, sem gera þurli
til skólahúss, eins og til sé ætlast í samþykktum þingsins.
Greinargerð Stefáns í þessu máli ber þess ljóst vitni, að hann
hefur kynnt sér málið mjög rækilega og borið gott skyn á húsa-
gerð. Hefi ég fyrir satt, að hann hafi sjálíur átt verulegan þátt
í liversu uppdrátturinn var gerður. Og víst er um það, að Sig-
tryggur Jónsson, byggingameistarinn, sem reisti skólahúsið
l'ór mjög að ráðum Stefáns um alla gerð og frágang hússins.
Skólahús Menntaskólans á Akureyri, sem enn stendur, er glæsi-
legt minnismerki um framsýni og stórhug Stefáns Stefánsson-