Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 36
30
Stefrhi Stefnnsson i kennslustund.
ný að stofna þurfi menntaskóla á Norðurlandi. Skrifaði hann
þá tvær mjög vel rökstuddar greinar um málið. Benti hann
þar á hinn sögulega rétt Norðlendinga til menntaskóla, rakti
aðdragandann að stofnun Möðruvallaskóla, og að þá hefði ver-
ið hugsjón forystumannanna, að fullkominn lærður skóli risi
á Norðurlandi. Hann tekur skýrt fram hver menningarauki
þjóðinni yrði að tveimur menntaskólum, og hollri samkeppni,
sem milli þeirra hlyti að koma. Hann bendir á nýtt skólakerfi,
þannig að fyrst yrði tveggja vetra lágskóli, er svaraði til efsta
bekkjar barnaskólans og 1. bekkjar gagnfræðaskólans, þá kæmi
miðskóli, einnig tveir bekkir, samsvarandi tveimur efri bekkj-
um gagnfræðaskólans. Að loknu miðskólaprófi skiptist skól-
inn í tvær deildir. Önnur væri eins vetrar gagnfræðadeild ætl-
uð jreim, sem afla vildu sér meiri menntunar en miðskóla-
prófið veitti og búa sig undir ýmiss konar sérnám. Hins veg-
ar væri Jrriggja vetra lærdómsdeild, er lyki með stúdentsprófi,
og kýs hann að það yrði stærðfræðideild. Auðsætt er, að hann
ber hér enn alþýðufræðsluna fyrir brjósti, og mundi jætta