Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 40
34
Stefán Stefánsson á skrifstofu sinni.
voru honum hjartfólgnar, og þekking lians í þeim haldgóð.
Samt er sagt, að hann hafi ætíð búið sig að einhverju leyti
undir tíma, til þess að geta stöðugt gætt námsefnið nýju lífi
og forðast að steinrenna í endurtekningunni. Frá æsku var
honum í blóð borin hneigð til að fræða og frjóvga. Kennslan
varð honum þannig í senn bæði list og leikur. Hún var borin
uppi af innri þörf, þeirri að þjóna æðri hugsjón, að þoka
menningu vorri og þjóðlífi áleiðis. Þegar þessi var grundvöll-
urinn, og svo bættist við létt tungutak, skýr hugsun, glæsileg
framkoma og gamansemi var ekki að undra, þótt fljótt bær-
ist út orðstír hins unga kennara á Möðruvöllum. Slíkir menn
höfðu verið næsta fágætir í þeirri stétt fram að þeim tíma og
eru enn. Um það verður naumast deilt, að persóna og kennsla
Stefáns var það aðdráttarafl, sem skóp vöxt Möðruvallaskóla
eftir að liann kom þangað og dró menn að Akureyrarskóla.
Enginn vafi leikur á því, að alhliða áhugi hans á öllum fram-
faramálum þjóðarinnar hefur mjög frjóvgað kennsluna.
Kennslugreinar hans, náttúrufræði og landafræði, grípa inn á