Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 43
37
sem Stefán snerti við varð skemmtilegt. Hann gaf hverju við-
fangsefni nýtt líf. Rödd hans var þýð, en þó nokkuð sterk og
fyllti vel kennsluherbergið. Ræðumanns-hæfileikar hans gerðu
honum unnt að útskýra erfið efni í stuttu en ljósu máli. Hon-
um var unun að kenna. Hann var fæddur kennari. Ef til vill
er það eina útskýringin, sem liægt er að gefa á yfirburðum
hans í því efni.“* ** *** Jónas Þorbergsson bregður upp þessari svip-
mynd: „Ég liefi séð afburðamanninn í sinni fræðigrein skilja
mikilvægi köllunar sinnar, séð hann fórna dýrmætri kennslu-
stund allri orku sinni og innileik, sárbeitni sinni og naprasta
háði, þar sem kuldinn og heimskan urðu á leiðinni. Ég hefi
notið ástsæls og langsamlega snjallasta kennara, sem ég get
hugsað mér.“## Og loks skulu hér tilfærð ummæli Ingimars
Óskarssonar: „Engum tókst betur en Stefáni, að fá nemendur
til að gefa gaum að orðum sínunr. Og í grasafræði var hann
mestur snillingur í þeim efnunr .... Ég er enn að furða mig
á því, að honum skyldi takast að fá suma nemendur sína til
að gera sjálfstæðar gróðurathuganir í sumarleyfinu — nemend-
ur, sem mér fundust í byrjun gersneyddir áhuga í grasafræði
.... Stefán flutti alltaf með sér sólskin inn í kennslustofurn-
ar .... Hann átti þessa djúpu glaðværð, sem aldrei bregst. í
brjósti hans brann sívakandi æskueldur, hugsjónaaflvakinn
mikli, er knúð'i kynslóðina ungu, til að skyggnast inn í ævin-
týraheim náttúrunnar.“###
Hér hefur verið vitnað í ummæli nemenda frá ýmsum tím-
um kennaraaldurs Stefáns. Ég var svo heppinn að njóta nokk-
urra síðustu kennslustunda Iians, fyrstu vikur mínar á skóla-
bekk. Enda þótt okkur skólasveinum væri kunnugt, að lieilsa
skólameistara stæði veikum fæti, óraði engan fyrir, að svo
skyndilega skyldi sól bregða sumri. Og kennslustundir hans
voru okkur ósvikið tilhlökkunarefni, og ég held jafnt þeim,
sem lítinn hug höfðu á grasafræði og okkur hinum, senr féll
hún betur í geð. Það nrátti sjá það á lrreyfingunr hans og svip,
* Merkir samtíðarmenn, bls. 26.
** Ljóð og línur, bls. 91.
*** Dagur 1930, 32. tbl.