Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 48
42
ir gallar voru þó á því, og mikils þurfti við um viðhald þess
ef vel ætti að fara. Erfitt var að halda uppi fullum þrifnaði í
svo stóru húsi, þar sem margir bjuggu, lítt vanir að gæta hrein-
lætis. En það hefur lengi verið á orði haft, hve mikill snyrti-
bragur ríkti í öllum húsakynnum skólans í tíð Stefáns. Hann
var sjálfur manna híbýlaprúðastur, og þoldi engum sóðaskap
né hirðuleysi í þeim efnum. Jónas frá Hriflu talar um hol-
lenzkan þrifnað í sambandi við skólastjórn lians, og má Jrað
til sanns vegar færa. Orkaði Stefán mjög á hugi nemenda í
Jressum efnum, bæði um klæðaburð og umgengni um hús og
muni. Tregðu stjórnarvaldanna um nauðsynleg framlög til
viðhalds skólanum, svaraði hann með því, að halda uppi svo
góðri umgengni, að fágætt er.
Skólastjórn Stefáns einkenndist í senn af lrjálslyndi og festu.
Hann kaus að liafa fáar reglur, en gekk ríkt eftir að þeim væri
fylgt, og forðaðist alla smámunasemi. Vænlegast þótti honum
til góðs aga og uppeldis, að nemendur bæri nokkra ábyrgð
sjálfir, og skírskotaði oft til mannlundar þeirra. Heppnaðist
Jiað vel. Samvinna við kennara og nemendur var nreð ágæt-
um, og skólinn dafnaði í friði. Ekki minnist ég Jress, að árásir
væru gerðar á skólann né stjórn hans á skólameistaraárum
Stefáns, og sjaldan heyrðust óánægjuraddir né kulda, sem að
honum væri beint á Jreim árum. Segir það vissulega meira en
flest annað, því að sjaldgæft mun að slíkar raddir heyrist ekki
meira eða minna, Jrótt vel sé stýrt skólurn. Það er athygiisvert.
hve oft hann víkur að því í skólaræðum sínum, hversu ljúf og
ánægjuleg sambúðin sé við nemendur. Aldrei lieyrist orð falla
í þá átt, að honum finnist til um erfiðið, senr skólastjórninni
fylgdi, heldur Jrvert á móti. Fullvíst er Jró, að hann hefur sem
aðrir skólastjórar oft Jnirft að gefa nemendum áminningar og
við mörg mál að fást. Hins vegar gætir á síðari árum hans
nokkurrar beiskju í garð stjórnarvaldanna fyrir afskipti þeirra
af ntálum skólans, og jró einkum hversu fé væri sparað á all-
an hátt til viðhalds og eflingar skólanum, Jró að yfir tæki þeg-
ar skólanum var lokað veturinn 1917—18. Var nú öldin önn-
ur, en þegar Jreir Hannes Hafstein sneru bökum saman til efl-
ingar skólanum og að bæta aðbúð kennslu og nemenda. í síð-