Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 52
4f>
til að sækja fé, hvort heldur er í skaut jarðarinnar eða djúp
hafsins......Oss er því lífsnauðsynlegt að reyna að auka sem
mest manngildi livers einstaklings, til þess að bæta upp rnann-
fæðina.“#
í skólaslitaræðu 1913, þegar hann liefur rætt ýmissa þá örð-
ugleika, sem þjóð vor eigi við að stríða kemst hann svo að orði:
„Aðalmeinið er það, hve vér erum fátækir af sannri, lifandi
ættjarðarást, fátækir af einlægri samúð og tilfinningu fyrir al-
menningsheill, í einu orði fátækir af kærleika hver til annars.
Sá skóli sem eigi vinnur að því að glæða þessar göfugu tilfinn-
ingar í brjóstum nemenda sinna, vinnur fyrir gíg og er lítils
virði.“##
Haustið eftir segir svo við skólasetningu: „Birtan er ekki
einhlít, ef skólalífið á að geta verið heilbrigt. Það verður að
vermast af jreim kærleiksyl og þeirn samúðaranda, sem ein-
kennir samfélag góðra og göfugra manna. Allir, kennarar og
nemendu', verða að vinna störf sín í kærleika, ef vel á að fara,
kærleika til starfsins, kærleika hver til annars. Enginn óvildar-
gustur né öfundarsúgur má koma þar nærri.“###
Fleiri t'lvitnana er ekki þörf, til að sýna í hverjum anda
stjórn og stefna Stefáns var í skólanum. Svo má lieita, að í
næstum hverri skólaræðu hverfi hann að þessum viðfangsefn-
um, og fara má nærri um, að oftar hefur ]>au á góma borið í
viðræðum hans við nemendur.
Skólinn átti Stefáni mikið að þakka, ef til viíl líf sitt og til-
veru. Ungur lagði hann líf sitt við líf skólans, og strengdi þess
heit að „skólinn skyldi upp“. Sú heitstrenging var efnd, en
um leið óx hann sjálfur í starfi sínu, svo að óvíst er, að hann
hefði gert það eins á öðrum vettvangi. Skólinn gaf honum svo
óendanlega mörg tækifæri, til þess að koma fram eða vinna
að þeim hugsjónum, sem hann átti dýrastar, og hann kunni
að nota þau tækifæri og fékk þannig að lifa fyrir það, sem hon-
um var hjartfólgnast, aukna menningu þjóðar sinnar, bæði
* Skýrsla G. A. 1910-11, bls. 9.
** Skýrsla G. A. 1912-13, bls. 51.
*** Skýrsla G. A. 1913-14, bls. 4-5.