Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 62
56
ungis íslenzk tré heldur einnig erlend, og telur hann tilraun-
irnar hafa sannað, að með því að ala trjáplöntur upp af fræi
hér megi fá þær til að vaxa. Harmar hann rnjög mistök þau, sem
orðið hafi í skógrækt landsins, að flytja inn plöntur í stað þess
að sá til þeirra hér heima. Naumast mun hann þó hafa gert
ráð fyrir, að unnt yrði að rækta hér nytjaskóga af barrviðum
sem varla var að vænta eftir því sem skoðun manna var þá
á innflutningi tegunda. En hitt vakti fyrir lionum, að rækt-
aðir yrðu skógarlundir til skjóls og prýði á hverjum bæ, eða
eins og hann komst að orði: „Eftir nokkra áratugi ættu laufg-
aðar limkrónur að bærast yfir hverjum bæ, hverju koti, og
ilmandi birkilundar að vaxa þar sem nú má sjá ógeðslega
sorphauga og forarvilpur. Skortur á fegurðartilfinningu og
ræktarsemi við landið okkar geta hamlað því að svo verði, en
ekkert annað.“# Hér eins og víða annars staðar kemur fram
fagurkerinn, senr alltaf setti fegurðina og snyrtibraginn í
fremstu röð.
Annars kemur víða fram, að allt sem snerti heill og eflingu
landbúnaðarins, var honum hugleikið, en umfram allt vildi
hann skapa djarfhuga bændaþjóð, og hrekja á brott barlóm-
inn og búraháttinn. íslenzki bóndinn átti að vera vel mennt-
ur, frjálshuga maður, senr legði kapp á að kynna sér fræðileg-
ar nýjungar og hagnýtti sér þær í búskap sínum. Búnaðurinn
skyldi vera vísindalegur í samræmi við það sem móðir nátt-
úra gæti bezt gefið oss.
Ræktunarfélagið kaus Stefán heiðursfélaga sinn á 10 ára af-
nræli félagsins 1913.
En þó að Stefáns verði lengst getið í sambandi við Ræktun-
arfélag Norðurlands, kom hann einnig við sögu Búnaðarfé-
lags íslands og Búnaðarþings. Hann átti sæti á liinu fyrsta
Búnaðarþingi, þar sem ráðin var stofnun og skipulag Búnað-
arfélags íslands og Búnaðarþings. Átti hann sæti á Búnaðar-
þingi jafnan síðan með honum entist aldur. Var hann fyrst til
þess kjörinn af amtsráði en síðan af Ræktunarfélaginu. Á
Búnaðarþingi átti liann jafnan sæti í fjárhagsnefnd og einnig
* Ársrit Rf. Nl. 1913, bls. 13.