Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 71
65
farið fram á af Alþingi? Hvar stæðunr vér nú, ef vér hefðum
neitað stjómarskrárbreytingunni 1903 vegna ríkisráðsákvæð-
isins, sem því miður verður að skoðast, sem bein viðurkenn-
ing þess, að landið sé partur af danska ríkinu, bein viðurkenn-
ing þess, að það sé óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sér-
stökum landsréttindum.
Já, hvar stæðum vér?
í fám orðum verður því ekki svarað, en óhætt er að full-
yrða, að ótalmargt af því, sem framkvæmt hefur verið liér síð-
asta mannsaldur, væri þá ógert, og hagur okkar allur á ann-
an veg.
-------Og loks, liefðum vér hafnað því, af því að vér vor-
um ekki alls kostar ánægðir með það, þá hefðum vér ekki nú
í höndurn frumvarp til laga um samband Danmerkur og ís-
lands, sem valdir menn af báðum þjóðum hafa samið og orð-
ið ásáttir um, þar sem jafnrétti vort við Dani er viðurkennt,
Island, hjálendan, sem Danir töldu 1871, að þeir mættu fara
með eftir vild, viðurkennt sérstakt ríki með fullveldi yfir öll-
um sínum málum.
Er nú nokkurt vit í því með þessa reynslu að baki, að stíga
nú ekki þriðja og stærsta sporið fram á við að sjálfstæðismark-
inu, þó vér verðum sakir vanmáttar vors, að láta Dani fara
með nokkur mál vor um óákveðinn tíma, sem vér ekki í bráð-
ina erum færir um að hafa sjálfir með höndum? Hagurinn er
allur okkar megin.
Það senr oss þótti áfátt við stjórnarskrána 1874 og stjórnar-
skrárbreytinguna 1903 er nú fáanlegt."
Niðurlagsorð ræðunnar voru:
„Menn verða að reyna að gleyma því, að mál þetta hefur
illu heilli verið gert að flokksmáli, og leggja sér á hjarta, að
þetta er lífsmál þjóðarinnar, sem með engu móti má draga
niður í flokksdeilusorpið. Undir úrslitum jressa máls er kom-
inn vegur og virðing þjóðarinnar í nútíð og framtíð, allur
hagur hennar andlegur og efnalegur, í einu orði: líf hennar
sem sérstakrar þjóðar, saga hennar öll á komandi tíð.“-----
Annars voru menntamálin, þau mál, sem hann lét mest til
sín taka á þingi. Hann átti nær alltaf sæti í menntamálanefnd-
5