Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 87
81
En þótt hin vísindalega þekking á gróði'i landsins væri í
molurn, þá var ekki betur ástatt um fróðleik almennings í
þeim efnum. Öll helztu ritin um gióður landsins voru á er-
lendum málurn og í fárra manna höndum, og höfðu því litlu
orkað til þess að fræða almenning um gróður, og lærðu menn-
irnir, sem ritin gátu lesið höfðu flestir önnur áhugamál, enda
naumast annars að vænta eins og í pottinn var búið með skóla-
fræðsluna í þessum efnum.
Tveggja merkilegra íslenzkra rita verður þó að geta í þessu
sambandi. Hið eldra þeirra voru Grasnytjar síra Björns Hall-
dórssonar í Sauðlauksdal, prentaðar 1783. Þar er plöntum að
vísu ekki lýst nema að nytjum þeirn, sem af þeim megi hafa. En
íslenzk nöfn eru Jrar tilfærð, svo og hin erlendu fræðiheiti og
nöfn plantnanna á norrænum málum og þýzku. Er bók sú nreð
fullu vísindasniði, það sem hún nær. En af því að hún snerist
um nytjar, sem hafa mætti af gróðri, einkum til lækninga, er
víst að hún hefur knúið rnarga til Jress, að reyna að þekkja
helztu tegundirnar. Hin bókin er íslenzk grasafrœði eftir Odd
Hjaltalín lækni, sem Bókmenntafélagið gaf út 1830. Það er að
vísu aðeins hálfur sannleikur að kalla liana íslenzka. Því að
bókin er að mestu Jrýdd eftir danskri bók, Oekonomisk Plan-
telœre eftir Hornemann prófessor. Vísindalegt gildi hennar
um íslenzka grasafræði er sáralítið. Mörgum plöntum er Jrar
lýst, sem alls ekki vaxa á íslandi, en mörgum jafnvel algeng-
um tegundum aftur sleppt. Lítið tillit er tekið til íslenzkra
staðhátta, og Jrað sem sagt er um útbreiðslu mjög lítið að
gagni. En hún hefur annað til síns ágætis. Lýsingar hennar
nægja til Jress, að unnt er að þekkja af þeim flestar þær teg-
undir, sem hún getur um, og er fullvíst, að hún hefur á sín-
um tíma haft geysimikið gildi fyrir almenning. Þá var og þess
að geta, að í Grasafræði Odds er getið um „Nytsemi og verk-
un“ plantnanna, og hefur Jrað vafalaust fallið í góðan jarð-
veg hjá almenningi. Ekki sízt, Jrar sem Grasnytjar síra Björns,
hafa þá tekið að gerast sjaldgæfar manna á meðal. Grasafræði
Odds veitti mönnum þannig fræðslu, sem hvergi var annars
staðar að fá, og hefur hún vafalítið, að minnsta kosti um
skeið, skapað áliuga margra á grasaþekkingu. Minnist ég þess,
6