Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 90
84
í Surtshelli. Eittlivað virðist hann hafa litið eftir gróðri í ná-
grenni Reykjavíkur.
Næsta surnar 1890 fór hann viku ferð norður með Eyjafirði,
um Svarfaðardal, Olafsfjörð, Héðinsfjörð og Hvanndali, og
síðan vestur í Eljót og um fremri hluta Svarfaðardals á heim-
leiðinni.
Árið 1891 var hann lengstum á ferðalagi frá 14. júlí til 14.
ágúst. Má sjá það á dagbók hans í júnílok, að hann hefur ver-
ið tekinn að gerast órólegur að komast ekki af stað. Hefur það
haldið fyrir honum vöku, að verða að setja grasafræðina til
hliðar vegna annríkis við búskap og sveitarstörf. En eftir, að
hann fer af stað þá leggur hann leið sína fyrst um afdali Hcirg-
árdals, sem hann kannar flesta, síðan um Eyjafjörð, og fer
liann á sama hátt fram í botn og inn í afdal, einnig um Sölva-
dal, síðan austur í Fnjóskadal og afdali hans, norður um Elat-
eyjardalsheiði og Flateyjardal og út í Flatey. Þá fer hann einn-
ig um Fjörðu, og norðurleiðina yfir á Látraströnd, inn Látra-
strönd og út í Hrísey.
Sumarið 1892 komst hann ekki í neitt ferðalag, en hélt
áfram smáferðum og athugunum kringum Möðruvelli. Að
sumri loknu skrifar hann svo í dagbók sína: „Sumarið leið,
svo að ég gat lítið studerað eða fengizt við botanik. Nokkrum
sinnum fór ég á excursionir hér kring en safnaði litlu og gerði
engar nýjar athuganir. Mér gremst, live lítið ég lief gert, og
það sé ég fyrir, að haldi ég áfram með búskapinn og verði hér
heima á sumrin, þá er úti um mína botanik. Það er því ann-
að hvort að hrökkva eða stökkva. Ég hefi ekki el’ni á að ferð-
ast upp á mínar eigin spítur, en kemst ekki af með launin
svo búið er mér nauðsynlegt. Og livað á ég svo að gera. Kom-
ast héðan og ná einhverju betra? Það er ekki til.“ Ég hefi tek-
ið þetta dagbókarbrot, til þess að gefa ofurlitla mynd af því
hver starfsskilyrðin voru, og hvernig það var að vera vísinda-
maður á íslandi fyrir aðeins 70 árum.
En þótt Stefáni þætti ekki blása byrlega haustið 1892, þá
rættist nú svo frani úr, að næsta ár fer hann í eina lengstu
ferð sína, og svo varð einnig tvö sumurin næstu. Ferðin 1893
var til Vestfjarða, en þeir höfðu verið flestum landshlutum