Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 96
90
un er fullmótuð, hefur hann vitanlega einbeitt sér meira að
lienni en því að skrifa sérstakar ritgerðir. Ekki má heldur
gleyma því, að einangrun fjarri starfsbræðrum, og við lítinn
kost bóka og annarra hjálpargagna, liefur dregið úr honum
kjark að ráðast í að skrifa vísindalegar ritgerðir. Getur hann
þess hvað eftir annað í bréfum til Warmings, hve lamandi
það sé, að fá ekki rætt við starfsbræður sína í vísindunum, og
jafnframt talar hann um nauðsyn sína á að komast utan og
dveljast þar um skeið við nám og rannsóknir. Þá telur liann
sér það fjötur um fót að þurfa að skrifa á dönsku. Warming
telur kjark í hann á allar lundir, og ferst það drengilega sem
annað í öllum þeirra viðskiptum. En óþarfi virðist það hafa
verið af Stefáni að kvarta undan erfiðleikum vegna dönsk-
unnar, því að á bréfum hans er ágætt mál, enda tekur Warm-
ing það oftsinnis fram.
En þá skulum vér snúa oss að ritgerðunum sjálfum. Fyrsta og
síðasta ritgerðin Fra Isl. Vækstrige eru líks efnis. Þar gerir hann
stuttlega grein fyrir ferðum sínum og telur síðan upp þær flóru-
nýjungar, sem liann hefur komizt yfir. Eru þar bæði taldar
„nýjar tegundir" og nýir fundarstaðir hinna sjaldgæfari teg-
unda, þá eru og leiðréttingar á eldri nafngreiningum. Auk
þess, sem hann hefur sjálfur fundið er þar getið plantna frá
nemendum hans og nokkrum mönnum öðrum, sem nú voru
teknir að senda honum plöntur til nafngreiningar. í Vækst-
rige I eru taldar 14 nýjar tegundir og 2 afbrigði, en auk jress
15 tegundir og eitt afbrigði, sem vantaði hjá Grönlund, en
getið hafði verið áður í plöntuskrám frá íslandi, en Stefán nú
staðfest að yxu hér. í Vækstrige III eru taldar 16 nýjar teg-
undir, 8 afbrigði og 9 tilbrigði og 2 bastarðar, eftir því sem
metið var þegar ritgerðir þessar komu á prent. Allmargar
þessara nýju tegunda eru slæðingar, og mun í þessum ritgerð-
um í fyrsta sinni vera gerður alvarlegur greinarmunur inn-
lendra tegunda og slæðinga í íslenzkum plöntuskrám. Þó ger-
ir Stefán þess ekki eins glöggan mun nú og síðar og einkum
gætir þess þó í Vækstrige I. Ýmsar þessar „nýju“ tegunda liafa
síðar verið felldar niður. Sumar þeirra liafa reynzt afbrigði
annarra tegunda og aðrar ranglega nafngreindar. En um nafn-