Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 103
97
ílendar eða slæðingar, senr kæmu og hyrfu. Til þess að vinna
þetta verk varð að endurskoða alla flórulista frá landinu og
bera þá saman við söfn að svo miklu leyti, sem framast var
unnt. í öðru lagi þurfti svo að semja lýsingar allra tegundanna
eftir íslenzkum plöntum, og í þriðja lagi að gera grein fyrir
vaxtarstöðum þeirra og útbreiðslu.
Ef vér nú skyggnumst um hversu þessi þrjú atriði eru af
hendi leyst, verður svarið eitt og það er: ágætlega. Eins og
þegar var sagt, tók Stefán enga tegund í Flóru, nema því að-
eins að til væru af henni eintök í söfnum með ótvíræðum
heimildum um að þau væru frá íslandi komin, eða hann hefði
fundið plöntuna sjálfur eða fengið beint frá finnanda. En
jafnframt þessu endurmati á flórulistunum varð fram að fara
fullkomin endurskoðun á nafngreiningum þeirra íslenzkra
plantna, sem til voru og nokkur vafi gat leikið á um. Saman-
burður við Flóru Grönlunds gefur nokkra hugmynd uin þetta
verk, en þó ekki nægilega, því að í mörg fleiri horn var að líta
um plöntuskrár en Grönlund einan. Af þeirn tegundum, sem
Grönlund telur, fellir Stefán 42 burt eða leiðréttir nafngrein-
ingu á. Þá eru og allmargar tegundir úr flóru Grönlunds sett-
ar í flokk slæðinga. Hins vegar telur Flóra Stefáns 48 tegund-
ir, sem vantar hjá Grönlund. Af þeim hefur hann sjálfur
fundið meiri hlutann fyrstur manna, eða staðfest fund þeirra,
þar sem þeirra hefur að vísu verið getið í eldri skrám en
sannanir skorti um vöxt þeirra hér á landi. Alls telur Flóra
Stefáns 349 tegundir blómplantna og æðri byrkninga auk 10
tegunda af undafíflum (Hieracia). Ef þetta verk Stefáns er
skoðað í Ijósi 60 ára framhaldsrannsókna sést bezt með hvílík-
um ágætum mat hans er gert. Allmargar tegundir úr eldri
plöntuskrám, sem hann felldi niður Iiafa að vísu fundizt síð-
an Flóra kom út, en ekki er mér kunnugt um nema eina, sem
fundizt hefur á eldri fundarstað, er það sandlæðingurinn
(Glaux maritima), sem Eggert Ólafsson getur úr Leirárey, og
Helgi Jónsson fann þar síðar. Vex hann á allmörgum stöðum
vestanlands, en þess má geta, að það var einn sá landshluti,
sem Stefán var minnst kunnugur. Ekki mun vera ágreining-
ur um nokkra þá tegund, sem Stefán telur slæðing, að hún sé
7