Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 109
103
ari grein síðar. Þó vil ég taka hér lítið sýnishorn þess, hvernig
fræðiorð Stefáns hafa smám saman mótast og orðin úr Grasa-
fræði Odds Hjaltalíns til samanburðar.
Dæmi þau sem hér eru tekin eru öll um blóm og æxlun
plantnanna. Hefi ég valið þau, til þess að geta haft saman-
burð í grein Stefáns frá 1891:
Grasafrœði Odds: Stefdti 1891: Flóra 1901:
króna einblöðuð samkrýnd heilkrýnd
— margblöðuð lanskrýnd lauskrýnd
fyrir ofan sitjandi yfirsett yfirsætið
fyrir neðan sitjandi undirsett undirsætið
duft blómduft frjó
duftberi duftberi fræfill, frjóblað
dufthnappur dufthnappur frjóhnappur
dufthirzla dufthirzla frjóhirzla
ávaxtarhús duftvegur fræva
stíll frjóhnúður eggleg
ör stafur stíll
ar, duftfesta fræni
duftun frævun
Þessi dæmi ættu að nægja til samanburðar, en geta má þess
og, að oft lagar Stefán orð Odds til svo sem þar sem Oddur
notar -líkt eða -myndað þá hefur Stefán -laga, t. d. alilíkt, nál-
myndað verður hjá Stefáni allaga, nállaga. Randað um blað
hjá Oddi, verður rent hjá Stefáni, t. d. heilrandað, verður heil-
rent.
Þá eru hér nokkur nöfn, sem tekin eru af handahófi úr And-
vara greinum Stefáns og Skólaskýrslum, og eins og fyná, nöfn
Odds Hjaltalíns til samanburðar:
9 ,
Grasafrœði Odds: Andvari 1895 og93: Flóra íslands:
hvíngras hvingras língresi
engjasveifgras vallarsveifgt'as vallarsveifgias