Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 110
104
vatnsstjarna
vallarsef
hugðóttur punthali
liðótt sef
purpuraj urt
æruprís
litla entíana
rauður vingull
vatnsstjama
vallhærusef
hlykkjapuntur
liðasef
dýjarós
fjallæruprís
litli Maríuvöndur
rauðvingull
vatnsbrúða
vallhæra
bugðupuntur
laugasef
lindadúnurt
ljalladepla
M aríuvendlingur
túnvingull
Tvö síðustu nöfnin eru úr Skólaskýrslu 1889.
Dænii Jressi verða að nægja, til Jress að sýna, hvernig nöfn og
fræðiorð myndast smám saman hjá Stefáni, un/. liann gengur
frá þeim til fullnustu í Flóru.
Lengst Jress tíma, sem Stefán vann að Flóru var hann ein-
angraður frá samstarfi við aðra grasafræðinga umfram Jrað sem
unnt var að ná með bréfaskriftum, en bréfaskiptum hélt hann
uppi við Warming allan tímann, og sennilega eitthvað við
aðra grasafræðinga, einkum þá, sem leituðu til hans upplýs-
inga um gróður á íslandi eða báðu hann um plöntur. Enginn
efi er á, að hann fann oft sárt til einangrunarinnar, ekki sízt
vegna Jress, að bókakostur var einnig af skornum skammti. I
bréfi til Warmings 30/6 1896 segir hann svo í tilefni þess, að
danski búvísindamaðurinn P. Feilberg hafi heimsótt hann.
„Ég vildi óska að ég fengi slíka gesti sem oftast. Ffann hefur
mikinn áhuga á gróðri og gróðurskilyrðum hér á landi. Þótt
furðulegt sé, er liann fyrsti menntamaðurinn, með þekkingu
á grasafræði, sem hefur heimsótt mig Jrau 9 ár, sem ég hef
dvalizt hér. Það er naumast furða, Jrótt manni finnist að mað-
ur sé yfirgefinn af flestum. við Jrað að vera Jrannig nær full-
komlega einangraður frá hinum vísindalega heimi.“ Það þarf
ekki að fara í grafgötur um, hversu rnikils virði bréf og hvatn-
ingar Warmings liafa verið honum, og einnig var það ómetan-
legur styrkur að sérfræðingar Grasasafnsins í Kaupmannahöfn
skyldu endurskoða söfn hans bæði af æðri og lægri plöntum,
enda Jrótt stundum drægist lengur en góðu hófi gegndi að láta
hann vita niðurstöðurnar, og senda plönturnar aftur til Is-