Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 113
107
þess að vilja gera lítið úr þeim, hyg'g ég hvorugur þeirra hefði
leyst það verk jafnvel af hendi og Stefán gerði. Helgi Jónsson
gerir þess grein í ritdómi sínum, hvað gera þurfi áður en unnt
væri að semja Flóruna, og skýrir frá því starfi Stefáns. Enn-
fremur segir hann svo: Plöntuheitin „eru yfir höfuð góð, og
mörg þeirra ljómandi falleg .... og hlýtur Stefáni að vera létt
um að rita góða íslenzku, er honum liefur tekizt að koma svo
vel orðurn að jafnerfiðu efni .... Lýsingarnar eru ljósar og
svo réttar sem unnt er.“# í bréfi til Stefáns lætur Warming í
ljós ánægju sína yfir bókinni og kallar liana „smukt bidrag“
til grasafræðinnar, en eggjar Stefán um leið á að láta nú ekki
dragast lengi að sernja gróðurlýsingar í líkingu við fyrri rit.
Torfi í Ólafsdal skrifaði nokkrum árum seinna um fóðurjurta-
rannsóknir Stefáns og kemst þá svo að orði um Flóru: „Stefán
er nú búinn að gefa út Flóru íslands, þessa snilldarlegu lýs-
ingu á blómplöntum landsins. Bók þessi er sannur dýrgrip-
ur fyrir alla þá, sem veita jurtunum eftirtekt.“## Sennilega
hafa þeir verið býsna margir alþýðumennirnir, sem tóku bók-
inni með líkurn fögnuði og liinn gáfaði búnaðarskólastjóri og
bændahöfðingi í Ólafsdal.
Eftir aldamótin tók mjög að draga úr gróðurrannsóknum
Stefáns. Var nú hvort tveggja, að á hann hlóðust enn fleiri
störf en áður, og auk þess stóð heilsa hans stöðugt á veikum
fæti. Einkum niun þátttaka hans í stjórnmálum hafa valdið
því, að tími hans til rannsókna varð nær enginn. Þing voru
um þær mundir haldin á sumrum, og skólastarfið tók tíma
lians á vetrum. FJnr það segir hann sjálfur 1919: „Sjálfur hefi
ég því miður lítið getað fengizt við plöntuathuganir eða eftir-
grennslanir þessa áratugi. Miklu hefur ráðið hér um hinn lam-
andi heilsubrestur, er mig hefur stöðugt þjáð .... Eftir alda-
mótin snerist hugur minn líka mjög að öðru, sem ekki sam-
rýmdist vel grasafræðiiðkunum, landsmálaþref eða pólitík og
bótaník eiga ekki samleið, eða svo reyndist mér, önnur hvor
sú hefðarmey varð að víkja og illu heilli varð hin gamla ást-
* Eimreiðin VIII, bls. 153.
** ísafold XXX, nr. 28.