Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 114
108
mey mín, bótaníkin fyrir því.“* Hins vegar gerðust nú ýmsir
til þess að safna plöntum og athuga gróður. Ólafur Davíðsson
safnaði af kappi þau fáu ár, sem hann átti ólifað. Helgi Jóns-
son fékkst við gróðurrannsóknir að aðalstarfi árum saman, og
loks hafði Stefán, ef svo mætti segja, komið upp lieilum liópi
áhugamanna, bæði nemenda sinna og annarra, sem voru býsna
ötulir við plöntusöfnun fyrstu tvo tugi aldarinnar. Er vafa-
laust að Flóra ýtti mjög undir áhuga almennings í þessum efn-
um. Af þessum sökum kom margt nýtt í leitirnar, og út-
breiðsla hinni lyrri tegunda varð betur kunn en áður.
Þar senr Flóra varð uppseld á fáum árum, varð Stefáni það
mikið kappsmál, að fá komið nýrri, aukinni útgáfu liennar á
prent. En margt tafði fyrir, og ekki sízt heimsstyrjöldin fyrri,
sem bæði truflaði sambönd við útlönd, og gjörbreytti verðlagi
í landinu. Samt vann Stefán að undirbúningi nýrrar útgáfu,
og loks veturinn 1919—20, er hann dvaldizt í Kaupmanna-
liöfn, tókst honum að ganga að mestu frá handritiuu til prent-
unar. En ekki auðnaðist honum sjálfum að sjá hina nýju út-
gáfu. Hún kom fyrst á prent 1924. Lagði Valtýr Stefánsson síð-
ustu hönd á verkið, og naut ti) þess aðstoðar þeirra Helga
Jónssonar og C. H. Ostenfelds. Nokkru er Jrar viðaukið frá
fyrstu útgáfu, innlendar tegundir eru taldar þar 368 auk 33
undafífla og 7 nýjar tegundir slæðinga hafa bætzt við. Og
margt bætist þar nýtt við um útbreiðslu. Hafði Stefán getið
um flest af þessu í Skýrslu Náttúrufræðifélagsins 1919. Að
öðru leyti eru breytingar litlar frá fyrstu útgáfu.
Plönturnar.
Eins og fyrr hefur verið getið, hafði Stefán snemma mikinn
hug á að út yrðu gefnar kennslubækur á íslenzku handa skól-
um landsius. Það gegnir því nokkurri furðu, hversu lengi það
dróst fyrir honum að semja kennslubók í þeim fræðum, senr
hann kenndi. í dagbók getur hann Joess þegar árið 1892, að
hann vilji semja kennslubók í grasafræði, og 1896 er svo langt
Skýrsla Náttúrufræðifélagsins 1919, bls. 49.