Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 116
110
íslenzkar fóður- og beitijurtir.
Stefán Stefánsson var alinn upp í sveit. Hann bjó stórbúi
um nær tvo áratugi, og alla ævi átti íslenzkur landbúnaður rík
ítök í huga hans. Það var því næsta eðlilegt, að honum rynni
til rifja vanþekking landsmanna á íslenzkri búfræði og undir-
stöðugreinum hennar. Þar sem hann var grasafræðingur, var
skiljanlegt, að hann sneri sér fyrst að fóðurplöntum lands-
manna. Mun hann snemma hafa hugsað sér að gera átak í
þeim efnum að kanna fóðurgildi þeirra. Ræðir hann það mál
við Warming þegar um 1890. En fast form hefur sú hugmynd
þó naumast fengið fyrr en nokkrum árum seinna, en árið 1897
skrifar hann langa grein í ísafokl: Um íslenzka fóðurjurta-
fræði. Árið áður liafði danski búvísindamaðurinn P. Feilberg
ferðazt hér á landi, og virðist augljóst, að liann liafi livatt Stef-
án mjög til að hefjast handa. Enda verður það á næsta ári að
Stefán kveður sér hljóðs um málið í ísafold og sækir til Al-
þingis um styrk til rannsóknanna.
ísafoldargreinin er alllöng nær 7 dálkar. Vitnar hann þar
fyrst til orða Feilbergs um búnaðarfræðsluna, en hann vill
gera kennsluna sem mest verklega, jafnframt því sem nem-
endur fái undirstöðuþekkingu í praktískum búvísindum, og
bendir einnig á að álit Torfa í Ólafsdal fari í sömu átt. Hins
vegar hafi það orðið ofan á, að skólarnir séu eins konar al-
rnennir menntaskólar senr kenni landafræði, sögu, dönsku o.
11., svo að lítill tírni verði til hinna eiginlegu búvísinda. Einn-
ig bendir hann á, að íslenzk búfræði sé ekki til, því að mest-
allt, sem kennt væri í búnaðarskólunum væri byggt á útlend-
um rannsóknum og útlendri reynslu. Þá leiðir hann og skýr
rök að því, að fóðurjurtafræðin hljóti að vera höfuðgrein ís-
lenzkra búvísinda, og þekking í þeirri grein nauðsynleg ef
reka eigi kvikfjárræktina, sem er aðalgrein landbúnaðar vors,
af þekkingu og viti, en án þess sé engra verulegra framfara að
vænta. Þá sýnir hann fram á, að íslenzk fóðurjurtafræði verði
að hvíla á innlendum rannsóknum og reynslu, en þar dugi
ekki að fara eftir útlendum rannsóknum einum saman, þótt
hafa megi þær til hliðsjónar. Fyrir þessu færir hann þrjár meg-
inástæður: