Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 119
113
ast og trúað betur brjóstviti sínu en vísindalegum niðurstöð-
um á notagildi plantnanna. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri
fer mjög lofsamlegum orðum um þær í Fóðurfræði sinni löngu
síðar. En hvað sem um það var, rannsóknirnar lögðust aftur
niður, en því verður ekki neitað, að Stefán hóf þar merkilegt
starf og vísaði leið til þess, sem koma skal.
Náttúmfræðifélagið.
Ekki verður svo við þenna kafla skilið, að ekki sé getið hvern
þátt Stefán átti í stofnun Hins íslenzka náttúrufræðifélasrs og
Náttúrugripasafnsins, en hann var hvatamaður að stofnun
þess, og átti manna mestan þátt í því að félagið komst á fót.
Segja má að saga Náttúrufræðifélagsins hefjist úti í Kaup-
mannahöfn, en þar var fyrst stofnað íslenzkt náttúrufræðifé-
lag 1887. í 25 ára minningarriti Náttúrufræðifélagsins hefur
Helgi Jónsson það eltir Birni Bjarnarsyni, sýslumanni í Döl-
um, að hann hafi átt hugmyndina að stofnun Hafnarfélagsins.
Hafi hugmyndin gripið hann svo ákaft, að hann hafi hlaupið
frá starfi sínu og út á götu til þess að ná í einhvern, til að tala
við um liana. Hann hafi hitt þá Stefán og Jóhannes Jóhannes-
son, síðar bæjarfógeta, og rætt málið við þá. Hafi Stefáni þótt
í fullmikið ráðist í fyrstu, en þeir síðan tekið liöndum sam-
an um að hrinda málefninu af stað.
I dagbók Stefáns segir svo frá 12. apríl: „F.r á fuglaauxion
og kaupi fyrir 10 krónur. Björn Bjarnarson býður mér að
kaupa svo mikið, sem ég vilji, hann skuli borga lielminginn
í því skyni, að það renni til safns heima. Ég hafði áður talað
við Björn um að ég vildi reyna að koma upp safni heima, og
hafði hann lofað að styrkja mig til þess af öllum mætti. Sýndi
hann það nú þegar. Kann ég honum þakkir fyrir.“ Þessi um-
mæli virðast mér benda til að Stefán hafi átt frumkvæðið að
því, að efnt yrði til náttúrugripasafns. En hvað sem því líð-
ur, hvor þeirra varð fyrstur til að hreyfa máli þessu Björn eða
Stefán, þá er liitt víst, að frumkvæðið var frá þeirn komið, og
undirbúningsframkvæmdirnar virðast mest hafa fallið í hlut
Stefáns. Næstu daga eftir að áðurnefndur kafli var skráður,
gengur Stefán milli manna og fær þá til að ganga í væntan-
8