Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 121
115
höfn, og mælti með því, að stofnað yrði félag til þess að koma
upp náttúrugripasafni á íslandi. Var þeirri uppástungu vel
tekið á fundinum. Stefán skrifar síðan gliigga grein um mál-
ið í Þjóðólf, og hin Reykjavíkurblöðin taka málinu vel og
leggja því eindregið liðsinni. Síðan gengur Stefán milli manna
og leitar liðsinnis þeirra. Fyrstu stuðningsmenn hans verða
Björn Jensson, adjunkt og Benedikt Gröndal, skáld. Fær hann
þá ásamt Jónasi Jónassen, landlækni og Þorvaldi Thoroddsen
til að skrifa undir fundarboð, sem hann gengur sjálfur með á
milli manna, var fundarboðið dagsett 9. júlí. Um dagana 11.
—14. júlí segir hann í dagbókinni: „Alltaf að agitéra og verð-
ur vel ágengt. Sá eini, sem styður mig er Björn Jensson. Þor-
valdur Thoroddsen gerir ekkert.“
Stofnfundur var síðan haldinn 16. júlí. Stjórnaði Stefán
honuin og bar fram frumvarp til laga fyrir félagið. Var það
samþykkt, félagið stofnað og kosin stjórn þess. Meðlimir, sem
í það gengu 58, segir í minningarriti, en í dagbók Stefáns rúm-
lega 40. Með þessum átvikum var Náttúrufræðifélagið stofn-
að. Má ganga að því vísu, að ekkert hefði orðið úr félagsstofn-
uninni, ef Stefán hefði ekki gengið að henni með slíkum dugn-
aði. Til þess bendir einnig sú deyfð, sem drottnaði í félaginu
lengi þar á eftir. Bar Stefán æ síðan hag félagsins mjög fyrir
brjósti, og safnaði í það mönnum og styrkti eftir getu. Hann
var kosinn heiðursfélagi þess á 25 ára afmæli félagsins, og í
afmælisritið skrifaði hann stutta grein: Öspin í Fnjóskadaln-
um, þar sem gerð er grein fyrir fyrsta fundi aspar (Populns tre-
mula) á íslandi.
VI. ICAFLI
LOKAÞÁTTUR
Blaðamennska.
Það er ef til vill naumast unnt að segja, að Stefán Stefáns-
son fengist við blaðamennsku í venjulegum skilningi orðsins.
Hins vegar verður því ekki móti mælt, að lengstum ævi sinn-
8*