Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 135
BERGÞÓR JÓHANNSSON:
KLUKKUMOSAÆTTIN
ENCALYPTACEAE
Encalypta Hedw. (klukkumosar).
Uppréttir, oftast ógreindir, frekar lágvaxnir mosar; stöngullinn
oftast 1—3 cm hár. Y^axa lielzt í klettagjótum, þar sem smávegis jarð-
vegur hefur safnazt fyrir, á jarðvegsþöktum steinum eða á berum
jarðvegi í þúfnakollum. Vanalega vaxa margar plöntur saman í þúfu-
laga toppum eða í þéttum smábreiðum. Blöðin aflöng, tungulaga eða
spaðalaga, oftast flöt eða örlítið innbeygð; uppundin eða innbeygð og
snúin þegar þau eru þurr. Blaðrönd oftast flöt. Rifið breitt, gengur
oftast fram úr blaðinu í fremur stuttan brodd, en endar stundum fyrir
neðan blaðhvirfilinn. Sellurnar í efri hluta blaðsins eru ferhyrndar
til sexhyrndar, grænar, með mjög áberandi, þéttum nöbbum. Sellurn-
ar í blaðgrunninum eru miklu stærri, ferhyrndar, mun lengri en þær
eru breiðar, litlausar, en selluveggirnir vanalega brúnleitir, þunnir og
sellurnar brotgjarnar. Blaðgrunnurinn greinilega jaðraður af nokkr-
um röðum af löngum en afar mjóum, þykkveggja sellum. Setan upp-
rétt, frekar löng. Baukar uppréttir, sívalir, ýrnist sléttir eða gáróttir,
ýrnist með opkrans eða án hans. Kranstennur 16, rauðleitar. Bauklok
með langri, beinni trjónu. Hettan stór, sívöl, pípulaga, hylur allan
baukinn, ýmist kögruð eða aðeins lítillega trosnuð að neðan; innbeygð
að neðan meðan hún er ung. Gróin ýmist slétt, hrukkótt eða nöbbótt.
Fjarbýli (autoicia) eða sérbýli (dioicia). Á fjarbýlu tegundunum er
karlknappurinn oftast hliðstæður á stönglinum rétt neðan við kven-
knappinn.
Þessi ættkvísl er auðþekkt lrá öllum öðrum mosum á hettunni,
sem er stór og sérkennileg, gljáandi og afar áberandi. Hettan er lengi
á bauknum, eða vanalega þar til hann er fullþroskaður og opnast, og
lellur ekki af fyrr en með bauklokinu. Algengustu tegundirnar eru
nær alltaf með baukum. Blaðlögun og sellugerð er einnig frábrugðin
<)
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓTd 129