Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 137
uð, stundum innbeygð í hvirfilinn. Blaðrönd flöt. Rifið endar fyrir
neðan blaðhvirfilinn, gengur aldrei fram úr blaðinu; hrjúft á bak-
hliðinni í efsta hluta blaðsins. Jaðarinn örlítið tenntur. Sérbýli. Hel-
ur aldrei fundizt hérlendis með baukum. Setan ranðleit, hrjúf. Bauk-
ar með 8 undnum gárum. Opkrans tvöfaldur. Hettan löng, kögruð.
Gróin slétt. Fjölgar með æxliþráðum, sem myndast í blaðöxlunum,
einkum á efri hluta stöngulsins. Fundin í Búðahrauni og Grundar'-
firði á Snæfellsnesi, og Austurgili í Öræfum. (Sjá kort.)
2. E. procera Bruch (hulduklukka).
Blöðin tungulaga eða spaðalaga, rnjókka oft um miðjuna. Blað-
rönd oftast lítillega útundin urn blaðmiðjuna. Rif-
ið gengur oft fram úr blaðinu í litlausan brodd,
einkum á efri blöðunum. Jaðar örlítið tenntur.
Fjarbýli. Hefur ekki enn fundizt með baukum hér-
lendis. Setan rauðleit, slétt. Baukar gáróttir, með
undnum skorum þegar þeir eru þurrir. Opkrans
tvöfaldur. Hettan kögruð. Gróin nærri slétt, eða
með smáum nöbbum. Æxliþræðir í blaðöxlunum.
Fundin á tveim stöðum í nágrenni Reykjavíkur
(Hafravatn, Öskjuhlíð). (Sjá kort.)
3. E. ciliata Hedw. (kögurklukka).
Blöð oftast tungulaga, 3—5 mm, útstæð; innbeygð
og uppundin þegar þau eru þurr; stundum lítið eitt
bylgjuð. Blaðrönd oft örlítið útundin um mitt blað-
ið. Rifið endar ýmist rétt neðan við blaðhvirfilinn
eða gengnr fram úr blaðinu í frekar stuttan brodd.
Fjarbýli. Oftast með baukum. Setan gul. Baukar
sléttir, brúngrænir, verða ljósrauðbrúnir með aldr-
inum. Opkrans einfaldur. Hettan kögruð að neð-
an. Kögur oftast útstætt. Gróin slétt en oftast sér-
kennilega hrukkótt. Útbreiðsla: Allvíða á SV og S,
að öðru leyti er enn óvíst um útbreiðslu.
4. E. rhabdocarpa Schwaegr. (álfaklukka).
Blöðin oftast tungulaga, örlítið innbeygð í hvirf-
ilinn. Blaðrönd flöt. Rifið endar stundnm fyrir neð-
2. mynd.
E. rhabdocarpa.
9*
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 131