Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 139
an blaðhvirfilinn, en gengur oftar frarn úr blaðinu í stundum alllang-
an, litlausan brodd. Fjarbýli. Oftast með baukum. Setan rauð. Baukar
brúnir þegar þeir eru fullþroska; með 8—16 rauðleitari, beinum gár-
um. Gamlir baukar samandregnir um miðjuna, þétt djúpskoróttir.
Opkrans einfaldur. Hettan slétt eða í mesta lagi aðeins lítillega trosn-
uð að neðan. Gróin brún, þéttsett stórum nöbbum. Útbreiðsla: Fund-
in liingað og þangað um meginhluta landsins og vex líklega urn allt
land, en liefur þó ekki enn fundizt á Vestfjörðum.
5. E. alpina Sm. (fjallaklukka).
Blöðin aflöng-lensulaga, mjókka fram allt frá miðju blaði, útstæð
eða örlítið niðurbeygð, dálítið bylgjuð; aðlæg og innbeygð þegar þau
eru þurr. Rifið gengur fram úr blaðinu í fremur stuttan og breiðan
en skarpan brodd. Fjarbýli. Oftast með baukum. Setan rauð. Baukar
ljósbrúnir, sléttir. Opkrans enginn. Hettan löng, frekar óreglulega
kögruð. Kögur sjaldan útstætt. Gróin með smáum nöbbum. Fundin
á tveimur stöðum við Eyjafjörð innanverðan, í fjöllunum Bónda og
Hesti. (Sjá kort.)
E. streptocarpa er stórvöxnust þessara tegunda; stöngullinn oftast
1-5—3 cm hár, en getur orðið mun hærri. Aðrar tegundir eru allar
svipaðar, ylirleitt 1—2 cm á hæð, þó getur E. procera slagað hátt upp í
E. streptocarpa, en er þó fíngerðari tegund.
Að blaðstærð og blaðlögun eru E. procera, E. ciliata og E. rhabdo-
carpa mjög svipaðar. Blöðin eru oftast 3—5 nim löng, tungulaga, boga-
dregin að framan og broddydd. E. rhabdocarpa er þó oftast með held-
ur styttri blöð en hinar. Blöð E. streptocarpa eru mun stærri, yfirleitt
4—6 mm löng og ólík að lögun. Þau eru vanalega breiðust framan við
nriðju og rnjókka aftur. Stundum mjókka þau þó um miðjuna og eru
breiðari bæði framan við og aftan við, og eru þá ekki ósvipuð blöð-
um E. procera. Sömuleiðis kemur fyrir að blöð E. procera eru svipuð
að lögun og vanalegt er hjá E. streptocarpa, en þau eru þá nokkru
minni. Blöð E. alpina eru áberandi minnst, yfirleitt 2—4 mm löng, og
mjög frábrugðin blöðum annarra tegunda að lögun. Þau eru ydd;
mjókka fram allt frá miðju eða frá því aftan við miðju.
A blöðum E. streptocarpa endar rifið alltaf fyrir neðan blaðhvirfil-
um. A hinum tegundunum gengur rifið nær undantekningarlaust
bam úr blöðunum á efsta hluta stöngulsins, þó neðri blöðin séu oft
broddlaus. Blöð E. rhabdocarpa eru oft með heldur lengri brodd en
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 133