Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 143
á lilutfallstölu lífmynda, en lífmyndir eru þær aðferðir, sem jurtirnar
velja til að verjast vetri og illum árstíðum. Stærðfræðilegur saman-
burður hefur þó leitt í Ijós, að þótt þetta geti ef til vill verið orsök
lítils hluta hækkunarinnar á lilutfallstölu ijöllitninganna, er senni-
legra að ekkert samband sé þar á milli, því að hlutfallstala fjöllitning-
anna eykst jafnt innan hverrar lílmyndar, þegar norðar dregur á
hnöttinn eða hærra upp til fjalla.
Því hefur verið lialdið fram, að illgresi séu yfirleitt ljöllitna. Þess
vegna liafa sumir talið, að fjöllitningar séu betur fallnir til að leggja
undir sig nýtt land en tvílitningar eru. Gagngerðar rannsóknir á fjöl-
litni meðal vissra flokka af illgresi í Kanada (Mulligan, 1960) virðast
þó ekki styðja þessa skýringu nema að litlu leyti. Hún getur ekki held-
ur gilt um þann gróður, sem lifði af jökultímann á íslausum svæðum
á eyjum eins og íslandi og Svalbarða, þar sem hlutfallstala fjöllitn-
inga er samt mun hærri en annars staðar. Og sunium kann að veitast
erlitt að skilja, hvernig þessi skýring geti átt við svæði á nteginland-
inu, sem urðu gróðurlaus vegna jökla ísaldarinnar en síðan þöktust
gróðri sunnan að, því að þau 10—15.000 ár sem síðan eru liðin ættu
að vera meira en nægur tími til dreifingar allra tvílitninga og fjöl-
litninga hlýrri svæða sem ylirleitt geta þolað loftslag hinna nyrztu
staða meginlandanna.
Fjölmargar rannsóknir, sem birtar hafa verið hin síðari ár, virð-
ast styðja þá skoðun, að fjöllitningar séu betur settir í lífsbaráttunni
en tvílitningar vegna þess að þeir hafa fleiri kon hverrar tegundar og
þar af leiðandi meiri tilbreytingu, svo að þeir eiga hægara með að
verjast hinu náttúrlega úrvali lengur og deyja því síður út, þegar að-
stæður versna. Þessi skýring, sem Melchers (1946) setti fyrstur fram,
en Löve & Löve (1949, 1952) leiddu sterk rök að, virðist ekki aðeins
eiga við liina smáauknu hlutfallstölu fjöllitninga, þegar norðar dreg-
ur á hnöttinn eða liærra til fjalla, heldur líka við hinn mikla fjölda
fjöllitninga í löndum eins og íslandi og Svalbarða, þar sem jurtarík-
ið er aðeins leifar þess, senr var, áður en ísöldin tók að eyða viðkvænr-
ari tegundum. Sanra skýring virðist og eiga við þá staðreynd, að lang-
llestir byrkningar nútínrans eru fjöllitningar, sennilega vegna þess að
þær tegundir, senr höfðu færri litþræði lrafa fyrir löngu fallið fyrir
tímans tönn, en byrkningar vorra tíma eru aðeins skuggi af því, senr
áður var. Þar að auki virðist þetta vera sú eina skýring, senr getur líka
átt við þá staðreynd, senr Mangenot & Mangenot (1962) lrafa bent á,
að flest tré í hitabelti Afríku eru fornir fjöllitningar. Þar er úrval
uáttúrunnar jafnvel strangara en í köldunr löndunr, svo að aðeins ör-
tímarit um íslenzka grasafræðt - Flórn 137