Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 146
HELGI HALLGRÍMSSON:
GALIUM FLORE LUTEO
Maðran örþreyttum léttir lúa.
(Eggert Ólafssoti.)
Flestir þeir sem til þekkja í Eyjafjarðarhéraði munu hafa tekið
eftir því, að örnefni sem kenncl eru við möðru eru þar óvenju tíð.
Þar á meðal eru hvorki meira né minna en tveir Möðruvellir o<> eitt
o
Möðrufell, sem allt eru bæjarnöfn.
Eggert Ólafsson telur (Ferðabók, bls. 42), að möðrunafnið hafi ver-
ið týnt úr daglegu rnáli, en liláð aðeins í örnefnunum, enda hafi sam-
starfsmaður lians Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, vakið það upp á
ný. „Með því að athuga staði þá, einkurn norðanlands, sem frá Land-
námsöld liafa borið heiti sem dregin eru af nafni þessarar jurtar, t. d.
Möðruvellir og Möðrufell í Eyjafirði, komst hann að raun um, að í
hinum þurrlendu túnum þar óx mikið af Galiurn flore luteo.“ (Gul-
blóma rnöðru.) Það styrkti einnig grun þeirra félaga, að Galiurn ber
svipuð heiti á norsku og sænsku (maure).
Allt frá dögum Eggerts og Bjarna hefur svo nafnið maðra verið
notað í flórum um kynið Galium og dettur víst fæstum í hug að það
hafi nokkru sinni verið týnt.
Nú kann ýmsum að finnast merkilegt, að maðran, sem ekki virð-
ist neitt sérlega skrautleg né áberandi jurt, hafi frá alda öðli borið sér-
stakt nafn, sem virðist vera frumnafn á borð við hvönn, birki o. fl.
En einnig þar hafa þeir Eggert og Bjarni skýringar á reiðurn hönd-
um. Þeir segja svo: „Það er ekki undariegt, þótt húsfreyjur í Eyjafirði
og víðar, þar sem gulmaðran vex í túnum, verði fyrir þeim óhöppum,
að mjólkin hleypur alveg óvænt, enda þótt lyfjagras og fleiri jurtir
séu kunnar að því að valda liinu sama. Þetta er kallað í daglegu tali
kvennanna gellir (Gallei') og er oft kennt göldrum óvinveittra nábúa,
þegar hin rétta orsök er mönnum ókunn.“ Af þessunr sama eiginleika
jurtarinnar, að hleypa mjólk, mun og dregið fræðilega nafnið Galium,
sem er upprunalega grískt og kemur fyrir hjá Dioskorides árið 70, en
140 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði