Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 149
1. mynd. Hydnum repandum. (LjósmHörður Kristinsson.)
um mikinn hluta Noregs, en hvorki er lians getið frá Grænlandi né
Færeyjum. Er hann óefað fremur suðræn tegund í landi voru.
Hydnum repandum er talinn góður matsveppur, enda maðkar
hann ekki og auðvelt er að þurrka hann til geymslu.
2. Sarcodon laevigatus (Sw. ex Fr.) P. Karst.
Hatturinn allt að 15 sm í þvermál, þykkholda, oft óreglulega lag-
aður, brúnfjólublár oft með dekkri flösum. Gaddarnir langir, allt að
15 mm, sýllaga, með svipuðum lit og hatturinn, nema Ijósbrúnir í
°ddinn. Stafurinn stuttur og sver, oft óreglulega lagaður og vaxa gadd-
arnir niður á hann ofan til. Hold sveppsins er ljósgrábrúnt, ineð all-
sterkri, smeðjukenndri lykt.
Aðeins eitt eintak hefur fundizt af svepp þessum hér á landi. Óx
það í lyngmó skammt sunnan við Belgjarfjall í Mývatnssveit, 3. sept.
1962. (Geymt í Náttúrugripasafninu á Akureyri.)
Það verður að teljast ólíklegt, að sveppurinn liafi slæðst á þennan
stað og er hér sennilega um innlenda tegund að ræða, jrótt sjaldgæf sé.
í Evrópu vex tegund þessi einkum í barrskógum. í Noregi hefur
6ún fundizt á nokkrum stöðum austanfjalls. Hún virðist, líkt og und-
anfarandi tegund vera fremur suðræn að eðli.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 143