Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 151
HORÐUR KRISTINSSON:
VEIÐITÆKNI BLÖÐRUJURTARINNAR
Þrjár íslenzkar plöntutegundir eru þekktar fyrir það, að lifa að
nokkru leyti á dýrunr, senr þær veiða sér til nratar. Þessar plöntur
eru lyfjagras, sóldögg og blöðrujurt. Lyfjagrasið er algengast þessara
plantna, og hefur límkennd blöð, sem ýmis smáskordýr festast við.
Blöð sóldaggarinnar eru alsett kirtilhárum, senr beygja sig utan um
dýr, sem festast kunna í slími því, sem kirtilhárin gefa frá sér. Blöðru-
jurtin hefur enn flóknari veiðitæki, og hún lrefur auk þess þá sérstöðu
að lifa í vatni. Blöð hennar eru í kafi í vatni, og eru giæind í hárfína
flipa, eins og oftast er um kafblöð plantna. Kafblöð blöðrujurtarinn-
ar bera fjölda af smáblöðrum, aðeins ca. 2 nrm á lengd (sjá 1. mynd).
Blöðrurnar hafa smáop með loku fyrir. Lokurnar geta opnazt undir
vissum kringumstæðum, og þá sogast smádýr úr vatninu inn í blöðr-
urnar. Skal nú gerð nánari grein fyrir þessari plöntu og veiðitækni
hennar.
Af blöðrujurtum (Uiricularid) eru til um 250 tegundir í heimin-
um. Flestar þeirra vaxa í hitabeltinu, þar á meðal þær stærstu og feg-
urstu, en aðeins 6 tegundir finnast í Mið- og Norður-Evrópu. Þær eru
allar smáar og lítt áberandi, en finnast sumar allt norður undir 70.
breiddargráðu bæði á Grænlandi og í Noregi.
Hinar evrópsku tegundir vaxa helzt í tjörnum, síkjum og fenjum,
þar senr vatn er nokkurn veginn lygnt. Stönglar plantnanna eru skrið-
ulir um botninn eða flotlægir, blöðin eru greind í hárfína flipa og
bera áðurnefndar blöðrur. Ef blöðrujurtin blómgar, senr er tiltölu-
lega sjaldgæft, vex blómskipunarleggurinn upp úr vatninu og ber klasa
með gulum, óreglulegum blómunr. Þar senr fræþroskunin er sjaldgæf,
verður að vera önnur leið fær til fjölgunar. Gerist það þannig, að á
haustin myndar plantan knappa, senr verða til á þann hátt, að grein-
endar nreð blöðunr vaxa þétt saman í lrnykil (Thurionen). Á veturna
losna þessir knappar frá plöntunni við það, að greinin, sem heldur
honunr, visnar og deyr. En knappurinn lifir áfranr, og upp af lronum
vex ný planta að næsta vori.
10
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 145