Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Side 156
Dianellidis birti árið 1953 niðurstöður a£ nákvæmum mælingum,
sem hann gerði með örsmáum elektróðum á blöðrujurtinni, og hann
fann, að vökvinn fyrir innan blöðruvegginn sýnir 105 millivolta pósi-
tíva spennu gagnvart vatninu utan blöðrunnar, en innan í blöðru-
veggjunum mældist frumuvökvinn hafa -57 millivolta spennu gagn-
vart umhverfinu. Inniliald blöðrunnar myndar því pósitíft skaut gagn-
vart vatninu í umhverfi blöðrunnar, og ætti því samkvæmt áður-
nefndu, að streyma vatn úr blöðrunni út í umhverfið, þar sem blöðru-
veggurinn sjálfur myndar liið gleypa elektrónegatíva efni. Afleiðingin
yrði lágþrýstingur inni í blöðrunni.
Sams konar kraftar gætu verið virkir þátttakendur ásamt öðrum
þekktari kröftum í að soga vatn inn í rætur plantnanna og lyfta því
upp til blaðanna. Eins og kunnugt er, hefur ekki tekizt að skýra þann
flutning til fulls. Ekki er ólíklegt, að nánari rannsóknir á blöðrujurt-
inni eigi eftir að hjálpa til við að leysa þá spurningu. Hefur þegar ver-
ið sýnt fram á að tilsvarandi spennumismunur og hér var lýst hjá
blöðrujurtinni er einnig fyrir hendi, þótt í minni mæli sé, milli saf-
ans í rótarhárum plantnanna og umhverfisins.
HEIMILDARRIT.
Diannelidis, Themistokles und Karl Umrath: Aktionsströme der Blase von Utricularia vul-
garis (Protosplasma, 42, 1953).
Hegi: Illustrierte Flora von Mittel-Europa VI, 1.
Hermann, Friedrich: Flora von Nord- und Mitteleuropa.
Karlson, P.: Kurzes Lehrbuch der Biochcmie (Stuttgart 1962).
Kurz, Luise: Anatomische und Entwicklungsphysiologische Untersuchungen an Utricula-
ria (Beitrage zur Biol. der Pflanzen, 1960).
Lloyd, Francis Ernest: The carnivorous Plants (1942).
Nold, Rich. H.: Die Funktion der Blase von Utricularia vulgaris (B. zum B. C. 52, 1934).
Pohl, R. W.: Elektrizitiitslehre (Göttingen 1957).
Schmucker, Th. und G. Linnemann: Carnivorie (Handbuch der l’flanzenphysiologie 1959).
150 Flóra
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI