Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Qupperneq 157
HORÐUR KRISTINSSON:
ÍSLENZKAR GEITASKÓFIR
Geitaskóiir kallast á íslenzku gráar, brúnleitar eða stundum nærri
svartar, kringlóttar skófir, sem vaxa á steinum. Þær eru að mestu laus-
ar frá steininum, einungis festar í miðjunni um naflann. Geitaskófir
munu fyrr á öldum stundum hafa verið notaðar til manneldis hérlendis
h'kt og fjallagrösin. Eggert Ólafsson segir um geitaskófina á einum
stað: „Hún er kringlótt og biksvört, oftast að lit svo óséleg, að enginn
maður skyldi ætla hún væri mannamatur, en um hana rná vel segja,
að hér verði oss íslendingum brauð af steinum, því hún vex einasta
á hörðum klettum."
Fundnar munu á íslandi mér vitanlega 8 tegundir geitaskófa. Sum-
ar eru svo algengar, að þær finnast nærri á hverjum kletti frá sjávar-
máli til liæstu fjallatinda, en aðrar eru sjaldgæfari. Á sumum geita-
skófurn er neðra borð blaðsins alsett stuttum þráðum, sem við getum
kallað rætlinga (rhizinae). Á efra borði er oft meira eða minna af litl-
mn, svörtum, snúðlaga askhirzlum, ca. 1—2.5 nnn í þvermál. Yfirborð
þeirra er gárótt, líkt og vafningar á snúð. Ef þversneið gegn um ask-
hirzlu er skoðuð í smásjá, má sjá inni í henni aragrúa af grósekkjum
eða öskum (asci), hver með 8 gróum. Slíkar askhirzlur og askar með
8 gróum eru sameiginleg einkenni fyrir flokk sveppa, er nefnast ask-
sveppir, og geitaskófin myndast einmitt, eins og margar aðrar fléttur,
við sambýli asksvepps og grænþörungs.
Hér fer á eltir greiningarlykill, sem nota má til að nafngreina ís-
lenzkar geitaskófir. Flestar þeirra eru með ofurlítilli æfingu auðþekkt-
ar, en sumar er erfitt að greina í sundur, og verður þess nánar getið.
Á eftir greiningarlyklinum fara svo nánari lýsingar á hverri tegund
fyrir sig. í mörgum tilfellum mun ekki vera hægt að komast að ákveð-
inni niðurstöðu með notkun greiningarlykils eingöngu, en oftast ætti
að vera hægt að útiloka með honum flestar tegundir nema svo sem
2—-3, sem síðan er hægt að bera saman við lýsingarnar og myndimar
°g komast á þann hátt að réttri niðurstöðu. Þó hittast stöku tilfelli,
þar sem varla verður greint með vissu milli tveggja tegunda.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 151