Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Síða 158
Nafn geitaskófarinnar er gamalt íslenzkt heiti og hefur unnið sér
liefð yfir ættkvíslina sem heild. Hins vegar hafa engin íslenzk nöfn
verið til á hinum einstöku tegundum hennar. Þau nöfn, sem hér
fylgja eru nýnefni, og verður reynslan að skera úr, hvort þau vinna
sér hefð eður ei.
Umbilicaria.
Greiningarlykill fyrir islenzkar tegundir.
A. Skófin grá, alsett svörtum randhárum eða rætlingum. Neðra borð
ljóst, oftast með rætlingum, sem eru Ijósari en þeir randstæðu.
U. cylindrica
AA. Engir randstæðir rætlingar.
B. Efra borð ljósgrátt, án askhirzlna.
C. Neðra borð svart, alsett svörtum, grófum rætlingum. Efra
borð nokkuð slétt. U. vellea
CC. Neðra borð svart, alveg án rætlinga. Efra borðið hrímugt
með netlaga gárum. U. decussata
BB. Efra borð annað livort svart, eða ljóst með askhirzlum.
D. Skófin alsett örsmáum götum, einkunr nær röndinni, svo
að hún lítur út eins og þéttriðið net, ef hún er borin upp
að ljósi. U. torrefacta
DD. Engin eða fá göt.
E. Neðra borð allt svart eða dökkbrúnt.
F. Neðra borð kolsvart, gljáandi, askhirzlur oftast engar.
U. polyphylla
FF. Neðra borð brúnsvart, ekki gljáandi, askhirzlur marg-
ar. U. hyperborea
EE. Neðra borð Ijósara.
G. Neðra borð Ijóst nema svart undir naflanum. Efra
borð grábrúnt. U. arctica
GG. Neðra borð ljósara við naflann en til jaðranna. Efra
borð svart, nema ljósara yfir naflanum, sem er sér-
kennilega upphleyptur með netgárum.
U. proboscidea.
152 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði