Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.01.1963, Page 170
Ijyggingar. Seinna hefi ég heyrt, að hann hafi komið þar upp á ný, er rústirnar
fóru að gróa. Þetta hefi ég ekki athugað sjálfur, en tel líklegt, að þar sé rétt skýrt
frá.
Gvendarstöðum, 22. ágúst 1963.
Helgi Jónasson.
ÞRÍR MOSAR.
Andreaea blyttii 15r. & Sch.
Mosategund þessi er fyrst fundin af Eyþóri Einarssyni austur á Norðfirði, nán-
ar tiltekið í Lakahnaus í Oddsdal í 630 m hæð. Á síðastliðnu sumri (1963) fann ég
liana í Rimum við Svarfaðardal í 1250 m hæð og á Kerlingu við Eyjafjörð í 1520
m hæð. Ekki fannst hún á öðrtun stöðum í þessum sömu fjöllum. Virðist hér vera
um ekta háfjallategund að ræða.
Encalypta alpina Sni.
Tegundar jressarar er fyrst getið af Lindsay undir nafninu E. commutata Br.
Eur. Hesselho dregur hins vegar í efa að hún finnist hér. Sumarið 1962 fann svo
Bergþór Jóhannsson tegundina í fjallinu Hesti við Djúpadal í Eyjafirði. Sumarið
1963 fann ég Jressa tegund í fjallinu Bónda við Eyjafjörð í 1200 m hæð. Þessi teg-
und og undanfarandi eiga sammerkt í Jjví að vaxa aðeins hátt til fjalla og er það
óefað ástæðan fyrir því að þær eru svo lítt kunnar hér á landi. Vafalaust eiga Jjær
eftir að finnast víðar á Eyjafjarðarsvæðinu og öðrum hálendum landsins. (Sjá enn-
fremur grein B. J. í þessu hefti.)
Oligotriclium hercynicunt Lam.
Tegund Jressa telur Hesselbo fundna á nokkrum stöðum á landinu, en liennar
er ekki getið frá Eyjafirði. í sumar fann ég hana víða á austurströnd Eyjafjarðar,
Látraströndinni, allt inn að Svínárnesi. Er hún þar algeng í snjódældum allt niður
að sjávarmáli, utantil. Einnig fann ég hana í Rimum í 300—600 m hæð. Er hún
sennilega algeng einnig vestan fjarðarins utan við Svarfaðardal. Mosategund þessi
virðist því í Eyjafirði hafa svipaða útbreiðslu og t. d. bláklukkulyngið.
Helgi Hallgrimsson.
LEIÐRÉTTING
Bls. 103. Ejórar síðustu línurnar í orðalistanum lesist þannig:
frjóhnúður eggleg
stíll stafur stíll
ör ar, duftfesta fræni
duftun frævun
164 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði