Félagsbréf - 01.07.1957, Side 9

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 9
FÉLAGSBRÉF 7 Bandamannasaga o. fl.) og skemmri (ýmsir íslendinga þættir). Þar munu einstakir snilldarhöfundar hafa verið að verki. Ekki er þó minna um hitt vert, að íslenzk alþýða hefur á öllum öld- um samið smásögur í sínum stíl og sagt þær. Slíkar sögur eru höfundalausar og kallast þjóðsögur. fslenzkur smásagnahöfund- ur, sem ná vill til eyrna þjóðar sinnar, hlýtur að kynna sér út í æsar stíl og frásagnaraðferð þjóðsagnanna, því að á þær hefur þjóðin hlustað, hún hcfur móíað þær og skýrt í meðferð sinni. Þeir tónsnillingar þykja nú margir fremstir í sínum röðum, sem safna þjóðvísum og alþýðulögum og semja síðan verk upp úr þessum gömlu stefjum og þykja menn að meiri. Rímnalögin okkar gömlu, sem nutu harla lítillar virðingar um skeið eins og bókmenntagrein þeirra, þau hafa jafnvel hafizt til vegs og álits á síðari árum. En fyrst svo er um þau, hví skyldi þá ekki þjóðsagan og íslendingaþátturinn geta orðið skáldsagnahöfund- um hollar fyrirmyndir? Hér er ekki verið að hampa einhliða þjóðernisofstæki, heldur er hér aðeins bent á, að ýmsir ungir höfundar sækja vatnið yfir ána, þegar þeir leita fyrirmynda. Af sjálfu leiðir, að slíkir menn þurfa að fyigjast vel með sam- tíð sinni og kynna sér allt, sem þeir komast höndum undir í sagnalist nútímans. En mörgum ungum höfundum hefur orðið hált á því að feta of gaumgæfilega í fótspor einhvers meistar- ans eða láta ánetjast einhverri stefnu eða „skóla“, svo að kyrk- ingur hefur komið í persónulega viðleitni og frumlega listsköpun. Einn hinna ungu rithöfunda, Jónas Árnason, hefur einmitt nú nýlega ritað athygliverða grein um þetta efni í eitt dag'- blaðanna, Þjóðviljann, og er enginn vafi á, að orð hans og heil- ræði geta orðið mörgum byrjandanum á skáldskaparbrautinni holl leiðarljós, ef þau eru lesin með athygli og skilningi. Þykir mér því viðeigandi að vitna til hans í grein um nýútkomnar smá- sögur og skáldsögur. Honum farast meðal annars svo orð um þau atriði, sem rædd hafa verið hér að framan: „Nýjungar í stíl og formi geta vissulega orðið til að hressa upp á íslenzkar bókmenntir. En nýjungar eru ekki einhlítar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.