Félagsbréf - 01.07.1957, Side 122

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 122
120 FÉLAGSBRÉP þess hve einstaklingshyggjan er rík í fari okkar íslendinga. Einleikur á of vel við okkur að því er virðist. List leikhússins er, eins og Þorsteinn ö. Stephensen sagði nýlega í ræðu, samvirk list, sameinað átak margra aðilja að einu marki. Þetta er góð og gagnorð skýrgreining á leiklist, en því miður hefur það viljað brenna ófyrirgefanlega oft við, að list íslenzkra leikhúsmanna hefur ekki verið nægilega samvirk né átak þeirra nægilega samstillt til þess að markinu væri náð, þótt stundum hafi ekki vantað nema herzlumuninn. Herzlumun- inn, sem gerir snilldarmuninn. Það er ekki ofmælt, að vandasamt sé að velja leiki til sýningar og óhugsandi að gera það svo að öllum líki. Ólík sjónai-mið stangast á. Það er líka umdeilanlegt eftir hvaða reglum á þar að fara, en samt sem áður er til ein regla, sem óhætt væri að fara eftir á meðan ekki er völ á fleiri betri leik- húsmönnum, en hún er sú <að velja leiki, sem hafa aðeins fáum leikpersónum á að skipa en forðast aftur hina, sem mikinn per- sónufjölda hafa. Þetta er auðvitað ekki algjörlega óbrig^ult ráð frekar en önnur ráð. Sjónleikur með fáum persónum getur vit- anlega mistekizt, en þá er líka öðru um að kenna en persónu- fjöldanum. Sú staðreynd verður annars ekki sniðgengin, að þeir sjónleikir, sem bezt hafa tekizt hér, hafa allir verið fjarska persónufáir og nægir að nefna Browning-þýðinguna. Sölumann deyr og Brúna til mánans því til staðfestingar. Sökum tilfinnanlegrar eklu á hæfileikafólki þýðir ekki fyrir okkur að reyna að setja persónumarga leiki á svið, eins og svo fjöldamörg stórmistök sanna. Við völdum þeim ekki eins og nú er ástatt í íslenzkum leikhúsmálum. Af þessum ástæðum var það t. d. misráðið hjá Leikfélagi Reykjavíkur að leika Þrjár systur. Ekki svo að skilja, að mér finnist Þrjár systur lélegt leik- rit, öðru nær, en Leikfélag Reykjavíkur réð ekki við þetta per- sónumarga og kröfuharða listaverk. Ef Helga Bachmann, Gísli Halidórsson, Steindór Hjörleifsson og Brynjólfur Jóhannesson eru frátalin, þá skildu hinir leikararnir ekki hlutverk sín fyllilega réttum skilningi, náðu ekki réttum tökum á þeim og rangtúlkuðu í misjöfnum mæli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.