Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 87
PÉLAGSBRÉF
85
um fundu staðinn og sáu Þórð í siglutrénu, lögðu þeir að hon-
um í tvísýnunni. Mátti þá ekkert út af bera, því að bátur þeirra
tók niðri. —
II.
í gamla höndlunarhúsinu á Búðum, sem nú er gistihús og
greiðasala, komum við í flasið á honum.
Hann hafði verið að hjala við uppörtunina, glettinn og veiði-
mannslegur, og sagði okkur, að hann væri að búa sig á greni
þá um nóttina. Hann hafði komið þremur skorum af dýrbít fyrir
kattarnef síðan um hvítasunnu og fært oddvita hreppsins skottin
— 350 krónur fyrir hvert þeirra, hvort sem það var af yrðlingi
eða fullvaxinni tófu. Tvo yrðlinga kvaðst hann geyma og ala
þar á bænum að Búðum. Þeir ættu síðar eftir að koma sér að
haldi í að útrýma tófudjöfli. Alls hefði hann varið 14 dögum
á grenin, því að nokkra daga missti hann úr, vegna þess að
hann braut í sér tönnur, eins og hann orðaði það, á freðýsu,
sem væn og vitur húsfreyja á einum bæjanna hafði gefið hon-
um á fjallið eitt sinn í vor, ásamt tíu eggjum af öllum kraftgóð-
um tegundum. Þegar ég innti hann, hví sú væna hefði gefið
honum svo mörg egg, svaraði hann því til, að sumir bændanna
blessaðra væru orðnir gróflega lúnir og gigtveikir. Hann er
sjálfur alls ókvæntur, vinur vor. En þetta hefði kostað hann
... vitanlega freðýsan .. . að hann neyddist til að láta smíða
í sig nýjar gemiur hjá tannlækninum í Ólafsvík, sem svipti hann
dýrmætum tíma við tófuveiðar. Að auki væri hábölvað, hvað
nýju tönnurnar væru óþjálar í munni, hann væri ennþá smá-
mæltur af þeim sökum eins og hann væri farinn að læra að tala
á ný. Hins vegar kæmi það ekki að sök, þegar hann þyrfti að
ná hljóðum tófunnar til að lokka til sín yrðlingana úr grenjunum.
Nú fengum við okkur sterkt kaffi, og verðurbitið andlitið ljóm-
aði, og hann fór að segja okkur sögur og fara með ljóð og hæpn-
ar vísur, og gamanið fossaði og sauð, svo að stofan, sem við
sátum í, lék af lífsanda. Hann brá sér í allra kvikinda líki og