Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 17
FELAGSBREF
15
leysið“. Höfundi er sérstaklega tamt að lýsa því, sem sviplaust
er og ömurlegt, og það er ef til vill list fyrir sig: „Andlitin rugg-
uðu flöt og dauð í nöktu, skerandi rafljósinu (Hráefnið).
„Það var eins og borgin hefði verið tæmd á meðan hún var í
burtu og fyllt síðan á ný með bláókunnugu fólki“ (Hótelgestir).
Stundum getur þetta svipleysi þó gert persónur minnisstæðar:
„Augnahárin voru hvít, og þeg-
ar hann horfði svona beint nið-
ur fyrir sig var eins og allur
svipur dytti úr andlitinu".
Innan um bregður fyrir
glömpum í stíl og frásögn, sem
sýna að höf. getur skrifað vel,
ef hann kærir sig um. Hann
getur brugðið upp snöggum og
hæfnum myndum: „Vegirnir
voru hreinir og gaddaðir, líkin
í staurunum bærðust fyrir gol-
unni í tígulegri þögn eins og
dularfullir ávextir og landið var
svo friðað, að þar flaug ekki
einu sinni fugl“. (Hráefnið).
.. . „Og aldurhnignir hjarta-
knosarar koma þar líka með
harða, svarta hatta og hvíta nelliku í hnappagatinu og halda
að þeir séu ennþá ungir, af því að nellikan er ung .. .“ (Mark-
aðurinn).
Bezta sagan í bókinni er „Frá þeim sem ekki hafa mun tekið
verða ..." Þar er lýst nokkurn veginn mennsku fólki, og lýs-
ingin á Jóni Jónssyni með samvinnuskólaprófið og góðu matar-
lystina er allt að því geðfelld. Söguþráðurinn er samfelldur og
sagan betur byggð en gengur og gerist um sögur þessa höf-
undar. Lengsta sagan, Stofnunin, er lítt skiljanlegur og leiðin-
legur samsetningur og illa byggður sem smásaga. Virðist eiga
að sýna þjóðfélagið í eins konar spéspegli, en sú viðleitni fer
út um þúfur með öllu.
Geir Kristjánsson.