Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 83
FELAGSBREF
81
ugur okkar hreyfði sig úr stað. Við störðum galopnum augum
í áttina til hússins og biðum einhvers. Hinir krakkarnir söfn-
uðust hljóðir umhverfis okkur: Það var eins og við einblíndum
öll á hið sama og biðum. Eftir heila eilífð kom pakkhúsmaður
gangandi í áttina til okkar með aðra höndina í vasanum. Krakk-
arnir viku til hliðar, og hann staðnæmdist frammi fyrir okkur
Villa.
„Hvað, hvað“, tautaði hann. Allt í einu hvessti hann á okkur
augun og sagði: „Hver vann, hver drap mest — hver er kóngur?“
Þegar hvorugur anzaði, sögðu einhverjir úr hópnum:
„Villi drap þrjátíu og eina og Elli drap þrjátíu og eina líka“.
„Þá hefur hvorugur unnið“, sagði pakkhúsmaður, „hvorugur“.
Hann þagnaði, hratt okkur snögglega saman — „nema þið
sláizt um verðlaunin, hvæsti hann. Það var eins og varpað hefði
verið sprengju. Sviðið, sem áður hafði verið einkennilega hrær-
ingarlaust, umhverfðist í einni svipan og tók á sig óvænta mynd.
Tvær litlar verur veltust um í ofsalegum fangbrögðum, byltust,
engdust og lömdust. Ég vissi ekki hvar ég var, hver ég var, —
blóðið niðaði þungt, og ég var í blóðinu, barðist við lífið fyrir
lífi mínu, við risavaxinn andstæðing, einhvers staðar, einhvern
tíma. Þetta var stuttur en æðisgenginn bardagi. Allt í einu féll
ég á bakið og fann sársaukann fara um risavaxinn líkama minn.
Fyrst sá ég tvær bláar stjörnur, og síðan augu Villa, sem horfðu
á mig biðjandi, full sársauka og ótta. Ljóst hár hans var atað
blóði og skít. Við gengum þegjandi hlið við hlið af vígvellinum
og heim í Tombóluhúsið, heyrðum pakkhúsmanninn kalla á eftir
okkur, síðan þungt fótatak í fjarska.
Faðir Villa setti klemmu á enni mitt, móðir hans þvoði okkur,
og loksins fylgdi Villi mér heim.
„Ég kem á morgun“, hvíslaði hann og þrýsti hönd mína.
„Ég ,bíð“, sagði ég.
Eftir þetta kom hvorugur okkar á lóð vörugeymsluhússins.
Það var eins og allt væri þar dautt fyrir okkur og við biðum
þess eins að dag einn, þegar við vöknuðum og röltum út í birt-
una, væri þetta gamla bákn horfið af grunni. Pakkhúsmann sá-
um við sjaldan eftir þetta. Við forðuðumst hann og sama virtist