Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 93
PÉLAGSBBÉP
91
eða skriða fallið ofan af hengiflugi. Annar yrðlinganna spýt-
ist í loft upp og fellur síðan til jarðar, spriklandi í dauðateygj-
unum. Svo liggur hann grafkyrr. Dauða'þögn fellur á fjallið,
mdíra að segja drunur Bjarnarfoss virðast hafa hljóðnað, nú
ekki lengur hvinur í þrýstiloftsvél.
Átök hafa verið háð í fögru umhverfi milli voðavalds sauð-
kindarinnar á Snæfellsnesi annars vegar og helztu tófuskytt-
unnar þar hins vegar, bjargvættar héraðsins.
VIII.
Liðið er af nóttu.
Ég hef skroppið niður að jeppanum til að sækja kálfslungun.
Nú hefur rebbi litli verið tjóðraður við stein og leikur sér í
grasinu. Þórður er að temja hann, matar hann í gríð og erg,
jafnframt því sem hann ræðir við okkur um gaman og alvöru
lífsins.
Hann hefur minnt mig á indverskan jóga, slöngutemjara í
aðferðum sínum við hið villta dýr. Beynsla hans af lífinu til
sjós og lands hefur magnað sálarstyrk hans, gert hann að lista-
manni í jafnerfiðri íþrótt og refaveiðum. Við höfum vakað með
honum um hríð og kynnzt honum. Nú velur hann sér stað til
að bíða komu tófunnar sjálfrar.
„Enn ætla ég að bíða með tófubogana“, segir hann, „fyrst
ætla ég að skjóta tófuna, þegar hún kemur, og ég býst við að
geta banað yrðlingunum líka um leið með byssunni".
Hann hreiðrar um sig, fer í úlpu, setur hjá sér kaffibrús-
ann sinn og nestið sitt.
Við kveðjum hann og göngum til tjaldsins okkar í hrauninu
niðri við ósinn.
Snemma um morguninn vekur hann okkur. Þegar við komum
að jeppanum hans uppi á barðinu sunnan við gistihúsið, liggja
fjórir skollar helskotnir á vélarhúsinu í glampandi sólskininu.
!Ég hafði beðið hann leyfis að taka mynd af þeim, og svo að
myndin kæmi betur út, smeygði ég gömlu dagblaði ótínds stjórn-
niáJaflokks undir issana þeirra.